Soda Stream fjárfesting

Ég festi fé í Soda Stream tæki í dag. Þetta er þess valdandi að hvað svo sem er á boðstólnum hér á fallegum Laugaveginum er kolsýrt. Ég hef nú þegar frá því að ég lauk erfiðum degi á skrifstofunni hesthúsað u.m.þ.b þremur lítrum af kolsýrðu vatni. Það er því óhætt að segja að ég er mun hamingjusamari eftir kaupin og ekki laust við að ég finnist ég vera heilli á sál og líkama. Þetta er skrítið því að í morgun þá leið mér viðurstyggilega. En núna líður mér ægilega vel. Ég er svoldið uppþembdur, en í góðum stemmara.

2 thoughts on “Soda Stream fjárfesting”

  1. Ég gleymi seint þeirri hamingju sem ríkti á heimili mínu vestur á fjörðum þegar Soda Stram gerði innreið sína í fábrotið líf mitt.

    Til hamingju!

Comments are closed.