Ástfanginn enn á ný

Það fór þó aldrei svo að ég skyldi ekki verða ástfanginn aftur og nýbúinn. Kvenkosturinn að þessu sinni er hún Amy mín Goodman. Hún er að mínu viti kynþokkafyllsta kona sem ég hef augu borið. Hún er starfar hjá útvarpsstöð sem heitir http://democracynow.org, sem berst fyrir heilbrigðum fréttaflutningi, þarna fyrir vestan Atlantshaf. Henni finnst gaman að ferðast. Ganga á fjöll. Drekka góð vín, en umfram allt að kúra upp í sófa með einhverjum sem henni þykir vænt um.