Ég er að verða brjálaður á þessu

Nú er ég búinn að vera með viðurbjóðinslega flensu í næstum viku og finnst mér orðið mál að þessu linni. Mér finnst reyndar ágætt að þurfa ekki að mæta í vinnuna vegna veikinda en ég er gersamlega að missa mig yfir þessu. Ég brá mér þó út í dag til að kaupa mér lífrænt ræktaðar heilsuhnetur. Ég heimtaði lausn minna mála og mátti hafa mig allan við til að festa ekki fé í minnst 10 sortum af vítamínum og rúmlega 5 kílóum af fræbblum. Ég lét mér nægja að kaupa rauðrófusafa og engifersöl. Engiferölið er máttlaus tilraun til þess eins að létta mína lund. Ég þoli illa að vera veikur og ég er alltof oft veikur. Mér finnst þetta vera svindl og ég satt best að segja stóð í þeirri meiningu að ég ætti ekki eftir að verða svona oft veikur á lífsævi minni. Ef að þú lesandi góður lumar á góðri remedíu til að styrkja ónæmiskerfi líkamans sittu þá endilega ekki á þeim upplýsingum.

4 thoughts on “Ég er að verða brjálaður á þessu”

  1. rauðrófusafi er satanískt vondur safi…. borðaðu hvítlauk og pensilín

  2. Pensilín er nú ekki talið gott fyrir sustemið, en ég hef öðlast tröllatrú á hvítlauk. Lyktin af honum heldur fólki líka í hæfilegri fjarlægð og ekki er það nú ömurlegt.

  3. Ég kann bara eitt ráð og það er að hrista þessa vitleysu af sér. Hætta þessum aumingjaskap.

Comments are closed.