Ég hef undanfarna viku í veikindum mínum endurskrifað þetta blog sustem. Fyrir þá sem hafa gaman af tæknimáli þá er þessi vefur forritaður í Python. Hann var og hefur lengst af verið skrifaður í PHP, en nú er ég kominn á þá skoðun að það sé ömurlegt og þessvegna skuli allt sem snýr að scripting tungumálum vera gert í Python. Þess ber að geta að google notar að megninu til Python og ekki eru google ömurlegt, ólíkt tildæmis visir.is sem er alveg sérstakt eintak af viðbjóði. Þessi vefur ólíkt áður notar núna plaintext skjöl í stað MySQL gagnagrunns. Ég hef verið í talsverðan tíma að prufa eitthvað annað en hefðbundið SQL og bjó mér til mína eigin aðferð til að aðgreina einstaka efnisþætti í textaskjölum, svosem ekkert merkilegt, hefði kannski bara verið mun betur með það settur að læra á allt python XML safnið, en ég fann ekki hjá mér löngun til þess. Nú, hvað sem tækniatriðum líður þá hef ég fært Pétur Geir vin minn inn í þetta kerfi og bloggar hann nú á því. Ég undir kvöldið skrifaði inn eilítinn viðauka sem ég stal frá bre , hafðu þökk fyrir kæri bre, alveg prýðishugmynd, ef ekki bara æðinsgengin. Fítusinn kallar hann “Í dag fyrir einhverjum árum” og má sjá hann neðst í dagbókinni hans. Nú svo líður og bíður. Er ég skoða þennan viðauka, hjá Pétri átta ég mig á því hversu verðmætt það er að halda úti bloggi. Hann hefur gert þetta sleitulaust í u.þ.b 4 ár. Nánast í hverri færslu hjá honum má finna blog sem heyra undir sömu dagsetningu á öðru ári. Þetta er skemmtilegt og ég mæli með því að fólk renni í gegnum þetta. Ég hinsvegar ætla að halda þessu áfram. Ég hef nokkrum sinnum hætt, en ávalt byrjað að gjamma aftur.
Comments are closed.