Jazz eða Blues

Það eru reginmistök að draga þá ályktun að ef einhver kann að meta Billie Holiday, hafi sá hinn sami gaman að blús. Billie Holiday stendur alveg ein og sér hvað skilgreiningu snertir. Uppáhaldslögin mín að þessu sinni eru án efa lögin Strange fruit og Nice work if you can get it sem er alveg sérstakt eintak af mikilli snilld. Velviljaður lánaði mér einmitt blús safnið sitt sem samanstendur af fjórum diskum vitandi af áhuga mínum á fröken Holiday, en ég verð að segja að fæst, ef þá nokkuð höfðar til mín úr því safni. Ég hef ekki enn hlustað á Ellu Fitzgerald. Ég hef satt best að segja látið þetta allt saman eiga sig. Ég hef nefnilega í gegnum lífstíð mína ekki kunnað að meta nokkurn skapaðan hlut sem verður vinsæll af sótsvörtum almúganum. Billie Holiday þótti afskaplega fín hjá Cafe hressó liðinu hérna í den og það var nóg til að ég gaf henni ekki áhlustun fyrr nú á gamalsaldri. Það að taka þennan pólinn í hæðina gefur mér enn og aftur færi á að aðgreina mig frá fjöldanum, þannig að þegar öllu er á botninn hvolft get ég ekki átt samskipti við nokkurn mann. Núna hinsvegar, í ellinni eru þessar kreddur að deyja hver af annarri og ég geri fastlega ráð fyrir því að ég verði orðinn sómasamlegur svona cirka about um sextugt. Ég get vart beðið.

2 thoughts on “Jazz eða Blues”

  1. Blúsnördarnir segja gjarna að maður skuli hlusta á Ellu þegar maður er kátur en Billie þegar maður er dapur. Ég er fastur í undarlegum vítahring því mér líkar ekki við Ellu og verð því dapur þegar ég hlusta á hana. Líf mitt er rússíbani eftir að ég fór að lifa eftir bókstaf Blúsnjarðanna.

  2. Nú hver skollinn. Ella rataði einmitt inn á tölvuna mína fyrr í kvöld og ég verð að viðurkenna að eftur fyrstu áhlustun þá kann ég betur að meta hana Billie mína eins og ég er farin að kalla hana.

Comments are closed.