12 dagar í viðurstyggilegum veikindum og 10 dagar í ferð mína til Memphis. Það er ekki laust við að ég sé gráti nær af sorg yfir þessum veikindum sem eru nú farin að menga þá hugarró sem ég bý við að öllu jöfnu. Ég hef ekki prufað að garga, en ég hef heyrt vel af því látið. Ég hef þó ekki setið auðum höndum frekar en fyrri daginn og er ég nú búinn að þróa nýja tegund af heilsusnafs sem er alveg sérstakt eintak af viðbjóði. Eitt skot samanstendur af 1-2 sítrónum eða ferskum sítrónusafa, 5 rif af hvítlauk, 3 únsur af ólífuolíu og 1/4 úr teskeið af Cayaenne pipar. Þessu er síðan skellt í blandara eða matvinnsluvél og látið gutla í minnst 5 mínútur. Best er að teyga drykkinn í skömmtum, en súpa af vatnsglasi á milli. Það er svolítil kúnst að halda þessu svo öllu niðri, en vel þess virði. Síðan ég byrjaði á þessu, finnst mér ég allur vera að hressast, en þó ekki nóg svo ég hef pantað mér tíma hjá lækni. Ég hef ENGA trúa á heimilislæknum í svona málum, en ég læt mig hafa það, þá kannski sérstaklega vegna þess að ég finn hjá mér taumlausa löngun til að væla í einhverjum, þó svo að viðkomandi fái borgað fyrir greiðann og þarf að þola viðbjóðslega hvítlauksfýluna af mér sem ég er orðinn gersamlega ónæmur fyrir.
2 thoughts on “10 dagar í Memphis”
Comments are closed.
Siggi, komdu bara til mín og við ráðum úr þessu saman. Svo get ég ordinerað að Belee hugsi vel um þig. Hún þarf að hlýða öllu sem ég skrifa á Fyrirmælablaðið. Muhahahaahh
“Ordinera” eins og það heitir á fagmáli.