This Divided State

Í tilefni þess að ég er að fara til U and S of the A, ekki á næsta laugardag heldur þarnæsta horfði ég á heimildarmyndina This Divided State sem gerist í mormónaríkinu Utah. Myndin gerist fyrir forsetakosningarnar í samfélagi þar sem 75% ábúendur eru mormónar og pólitískt hlutfall eru 12 repúbblar á móti 1 frjálslyndum. Tveir fulltrúar í nemendaráði háskóla sem telur 25.000 nemendur, – ákveða að fá Michael Moore til að koma sem pólítískan fyrirlesara. Það skiptir engum togum. Hinir “picket fence Jesú hinna síðari daga heilugu elskendur” missa gersamlega glóruna og þegar líður á myndina verður mér það ljóst að maðurinn sama hvaða nafni hann nefnir sig er viðbjóðslega þenkjandi dýr. Þessir tveir hugrökku ungu menn sem hafa sinnt sinni trúboðsskyldu er þegar líður á uppákomuna hótað lífláti og limlestingum af sannkristnum kirkjufélögum sem álíta sem svo að herra Moore sem ég þekki af góðu einu sé anti- amerískur offitusjúklingur(hið síðarnefnda er reyndar ekki alveg út í hött). Þeir láta þó engan bilbug á sér finna, heldur herða frekar róðurinn til að verja stjórnarskránna. Þetta er mjög merkileg mynd sem ég get mælt með við þá sem hafa gaman að fólki sem er gersamlega út á túni í mótsögn við sjálft sig. Ég verð að viðurkenna að ég spenntist oft upp yfir helvítis vitleysunni í repúblíkönunum. Andskotans fífl eru þeir nú. Fer mér afskaplega vel að alhæfa og útlista mig svo sem mann með opinn huga.

Fóstradamus!!! Þetta er mynd fyrir þig.

Comments are closed.