Árleg ferð mín til Brandararíkjanna

Það er um 27 °C hiti í Memphis og glampandi sól. Það vill nefnilega svo skemmtilega til að ferð mín þangað hefst einmitt næstkomandi laugardag. Ég verð að játa það upp á mig að ég kann mun betur við mig hlýindum, heldur en í óútreiknanlegri veðráttu okkar Íslendinga. Í kulda og trekk er ég að mér virðist mun oftar veikur með hor og slæmsku í skrokkinum. Ég hef ekki skoðað þessi mál vísindalega, eins og tíðkast á mínum heimili, en reynslan og almenn rökvísi leiða þessa niðurstöðu mína. Ég hef það í hyggju þegar fram í sækir, að kaupa mína fyrstu kytru í útlandinu mikla. Ég hef ekki ákveðið hvar, en á síðustu vetrarmánuðum hefur mig reglulega dagdreymt um lítið sætt hús í sól og gleði, þar sem ég sé sjálfan mig í afbragsformi iðka ashtanga jóga í kvöldsólinni, lesa bækur á veröndinni, elda gúmmilaði og drekka ferskan ávaxtasafa, osfrv. Ég man að ég og portkonan hún fröken Sigríður eyddum heilu föstudagskveldi í að skoða þessháttar hýbýli á alnetinu fína og flotta.
Í fyrri ferðum mínum til Brandararíkjanna hef ég verið að eltast við stúlkurassgat, en að þessu sinni er ég að fara að heimsækja góðvin minn hann Rúnar Jensen sem þar býr ásamt vel lukkaðri eiginkonu sinni.

Comments are closed.