Bad Hairday

Ég ólst upp í herbúðum sunnan og norðan við skítalæk. Herforinginn var móðir mín og tókst henni að temja í mér sómasamlega íslensku og á hún þökk fyrir.
Vissulega fylgir böggull skammrifi.
Það skilja mann tildæmis ekki allir.

Þegar ég var 18 ára eignaðist ég loksins kærustu.

Vesalings stúlkan bjó ekki að neinni íslenskukunnáttu. Málfræðileg slæmska og takmarkaður orðaforði urðu til þess að ég varð að biðja hana um að yfirgefa svæðið.
En hversvegna er ég að velta þessum hlutum fyrir mér, kannski í kjölfarið á því að góðvinur minn ætlaði að fara að ‘skera upp herör’ þegar ég stoppaði hann af.
Ég á ekki marga slæma hárdaga og er ég farinn að prísa mig sælan, – lífið getur nú víst verið nógu flókið þó að slæmir hárdagar komi ekki í veg fyrir létta lund.
En stundum á ég daga í hreinræktuðu helvíti sem að mætti líkja við slæma hárdaga.
Það eru þeir dagar sem að ég get ekki talað íslensku klakklaust.
Það er sama hvað ég reyni.
Ég fallbeygi vitlaust, nota slæm samhengi og umfram allt þá fer orðaforði minn niður fyrir frostmark.
Þetta eru þeir dagar sem að ég vill helst ekki fara út úr húsi.

En ég get lengi á mig blómum bætt svo mikið er víst, en að finna sér konu sem að talar þokkalega íslensku er svo til ógerlegt.

Ahhh, ertu örugglega búinn að sjá litla auglýsingaklippið sem að ég og Mike Pollock bjuggum til í video tíma. Mike sagði þegar að klippingum var lokið “you’re hired.” Og svei mér þá, ég held að þetta sé það fallegasta sem að fullorðinn karlmaður hefur sagt við mig í mjög langan tíma.

La Clippzora
La Codeca
Ekkert í þessu bloggi er marktækt

Comments are closed.