U and S of the A day

Ég var ginntur á árlegan fund hjá félagasamtökunum. Ég hef aldrei áður farið á þennan fund og verð að viðurkenna að ég hafði nokkuð gaman af. Ég vill að gefnu tilefni hafa orð á því að ég hef ekki í hyggju að skreyta fleiri samkomur með nístandi nærveru minni. Ég hef átt það til að stinga inn nefinu á tyllidögum og er þá án undantekninga spurður hvort ég hafi ekki skilað inn félagsskirteininu. Einn úr röðum yfirvaldsins spurði mig einmitt í kvöld og gaf ég þá viðkomandi þartilgerða grettu, hún virkaði alveg prýðilega verð ég að segja. Hún virkaði það vel að ég er að hugsa um að nota þessa grettu í mannlegum samskiptum í framtíðinni. Ég hef verið á því að best sé að garga bara á fólk ef að það gerist full nærgöngult, en nú er ég kominn á þá skoðun að eitt stykki gretta gerir nánast alveg sama gagn, plús það að hún vekur mun minni athygli. Það fer ekki framhjá neinum sem les þessa veflóka mína að ég er mikill áhugamaður um mannleg samskipti og er sí og æ að reyna að finna upp sársaukalausar aðferðir til að þrífast í þessum heimi. Þetta var því dagur framfara fyrir mig og kann ég fólkinu sem kom mér í selskap þakkir fyrir.

8 thoughts on “U and S of the A day”

 1. Ó hve sárt er að vita að þú skulir endilega kjósa að misskilja gleði mína yfir nærveru þinni á árlegri páskaskemmtun félagsins.
  Ó að þú skulir kveljast yfir samskiftum við þér líka…. 🙂 en sársaukanum sem skein úr andliti þínu verður ei líst með orðum og skrítið að þú skulir ekki bara hafa hengt þig þegar þú komst heim.

 2. Það er greinilegt í svörum sumra að hroki er lífstill hinna valdalausu hvaða titil sem þeir velja og hvort hugmyndin af þeim titli er sprottinn úr þeirra eigin takmarkaða hugarheimi eða stolinn frá einhverjum sem hefur hugmyndarflug sem þá sjálfa svo sárlega skortir, breitir afar littlu og augljót að í baráttu sinni við skort á sjálfstjórn kjósi þeir að stjórnast í öðrum, smámenni eru vart fær um annað. En þér Sigurður minn hittið naglann á höfuðið er þér veljið grettu í samskiptum við háfvita heimsins. Ekkert hróflar meira við mikilmennsku yfirvaldsin en vel framkvæmd gretta, svo ekki kæmi mér óvart að sá hinn sami hangi einkversstaðar nú þegar, sér og öðrum til varnaðar. Léngi lifi grettan!!!

 3. Hóhóhóhó. Það er bara Grínstelpan hér, alltaf að grínast. Fór útí búð áðan og áður en ég vissi af voru allir farnir að hlæja. Gaman gaman. Takk fyrir að vekja upp í mér grínið aftur Siggi, í dag er bara alls ekkert svo slæmt að vera ég.

 4. Já svei mér þá ef ekki væri fyrir fólk eins og Grínstelpuna óviðjafnanlegu og SiggaSiggaBangBang þá væri allt eins gott að hengja sig ….

  Yfirvald hefur hvorteðer aldrei átt upp á pallborð hjá mér og mínum.

 5. Takk og takk sömuleiðis fyrir selskapinn. Bið að heilsa Graceland og Elvis.

 6. Ég held að grínstelpan sé að verða vitlaus. Þér, attur, kæra frú, ættuð að skammast yðar fyrir að hverfa á braut án viðvörunar. Ég hélt að ég ætti að keyra þig.

  Huhh

 7. hi hi,
  checking if you have arrived soundly in the us of a.
  browsing pictures… about to embark in a skype maraton,
  hehehe
  ciao

 8. Jæja Sigurður, nú ertu búinn að vera lengi erlendis og ættir að koma þér heim. Það eru systur að bíða eftir framhaldinu af Derek Sheppard. Svo fáum við engar fréttir af þér og það er ekki gott. Ertu t.d. búinn að hitta Elvis? Og kaupa minjagrip fyrir Vaffarann? Og sitja á kaffihúsi og njóta lífsins?
  Góðar kveðjur.

Comments are closed.