Siggi fallinn

Jæja, fína og flotta heilsugúmmilaðimataræðið mitt er farið til andskotans. Ég er ekki búinn að háma í mig svínakjöt einu sinni, heldur í tvígang. Ég verð að viðurkenna að ég fagna því glæpsamlega að bragða á einhverju öðru en því sem ég hef rennt svo mjúklega niður undanfarna þrjá mánuði. Ég uni mér prýðilega í Memphis. Ég ætla aldrei að koma aftur til Íslands. Þið getið semsagt öll með fullri virðingu fyrir ykkur og þeim sem standa ykkur næst, farið í þartilgert endaþarmsop. Bara að sprella. Alltaf stutt í grínið. Hress hress hress, eru einkunnarorð mín.

6 thoughts on “Siggi fallinn”

  1. Þér, kæra frú, virðst selja líkama yðar til afnota í kynferðisskyni. Svo við orðum þetta skýrt: “Þú ert mella.” Ég get ekki séð, að blogg eins og þetta eigi erindi við landið, hvað þá miðin. Mér fallast hendur, mig setur hljóða, mér vefst tunga um tönn, ég veit ekki hvað segja skal.

  2. Það gleður mig ósegjanlega að þú skulir vera fallinn, ég á erfitt með að þola einstrengingshátt á hvaða veg sem hann birtist, þannig að fyrir mér er heilagleiki í mat jafn óþolandi og annar heilagleiki. Og einhvernveginn hef ég á tilfinningunni að þú sért betri maður eftir fallið.

  3. Innilega til hamingju með að vera búinn að fá eitthvað almennilegt að éta þótt þú hafir orðið að fara til BUS(H)ALANDS til þess. Éttu ekki nautakjöt nema því fylgi vottorð um að það innihaldi ekki alsheimerbakteríur. Skítt með vaxtarhormónin sem hún systir þín framleiðir úr óléttum merum. Það framleiðir vöðva á þér sem eru ekki verri en þeir sem fást í svitaræktunarstövunum á Fróni.

    E.Ó.

  4. Mér vöknar um augun, slíkur er kærleikurinn sem hér fer um!
    auðvitað verður þú herra P að éta og skiptir þá engum togum um hvort það er kjet eða baunir, en það fyrrnefnda er sennilega líklegra til að vera á boðstólnum þarna í ríki kaolóría og valíums.
    Þín er þó sárt saknað!

Comments are closed.