Áhugaleysi

Hjá hinu opinbera þarf ég stundum að sinna alveg afskaplega miklum leiðindum. Þessi leiðindi kallast á fræðimáli einu orði nemendur og er um að ræða alveg sérstaklega óheppilega uppfinningu. Ég er stundum ranglega spurður út í hluti sem ég hef einfaldlega ekki hundsvit á. Spurningarnar hafa nánast undantekningalaust eitthvað með prentara að gera. Þess ber að geta að ég hata prentara. Ég ekki bara hata þá, ég gersamlega þoli þá ekki. Ég hef meira að segja lagt mig sérstaklega fram um að vita ekkert um prentara. Í dag gerði ég alveg stórmerkilega uppgögvun. Ég komst að því með vísindalegum aðferðum að ég get á mjög öruggan máta komið fólki í skilning um það að ég fáist ekki við þessi skrípatæki, með því að svara því einfaldlega til að ég hafi engan áhuga á þessu tiltekna vandamáli. Þessi tilsvör mín féllu það vel í kramið, að ég ákvað með sjálfum mér að yfirfæra þau yfir á allt sem ég er spurður um. Þetta gerir það óneitanlega að verkum að ég þarf ekkert að gera, sem er mér alveg sérstaklega kærkomið þessa daganna.

2 thoughts on “Áhugaleysi”

  1. Úpps ég vona að systir mín hafi ekki verið að angra þig. En hún er reyndar svo ljúf og klár á prentara að ég er viss um að það eru allir hinir nemendurnir.

Comments are closed.