From the corpses flowers grow

Það ber ekki á öðru. Blessað sumarið er komið. Ég fór einmitt út að hlaupa fyrr í dag í fallegu sumarveðrinu. Ég má þakka fyrir að þegar ég þreytti Skerjafjörðinn að vindurinn feykti mér ekki á haf út. Jú, rétt til getið. Farið hefur fé betra. Ekki má svo gleyma notalegri rigningunni sem barði á andlitinu á mér. Afskaplega frískandi. Já, ég verð að viðurkenna að ég er kominn í sumar og hátíðarskap. Ég flauta lítinn lagstúf, sem léttir mína lund. Lagstúfurinn er tákn velgengni minnar. Lífið er yndislegt. Sólin skín. Úpps.. Þarna hljóp ég á mig. Sólin skín bara rassgat ekki neitt. Sólin skín aldrei á þessa ógeðslegu spildu sem við erum svo forkastanleg að kalla land með ríkisstjórn, bubble economy og 200 HaHa fundum í viku hverri. Blessað sumarið. Það má þó segja með sanni að við erum ákaflega þakklát fyrir þá 2-3 sólskinsdaga sem við fáum á hverju sumri. Það er jú, svo sannarlega þess virði. Hvað er fegurra en landið okkar þegar þessi snobbaða sól skín loksins hér fyrir norðan allt sem eðlilegt getur talist, Svíþjóð þar með talin. Því allt sænskt er æðislegt.

2 thoughts on “From the corpses flowers grow”

  1. sérstaklega er Ikea æðinsgengið, jafnvel þó þeir geti ekki virðist vera með góðu móti lagerað almennilega plast dúnka.
    ferleg spæling.

Comments are closed.