Ég skipti á rúminu mínu. Ég lét ekki þar við sitja heldur tók ég mig til og hengdi sængina mína út um gluggann og lét hana hanga þar megnið af kvöldinu. Núna, ligg ég undir sænginni sæll og glaður. Hún er fersk og frískandi. Óhjákvæmilega kemur upp í huga mér hversu prýðilegt lífið er. Það liggur við að ég noti viðbjóðslega klysju á borð við “guð er góður”. Ég held á hinn bóginn aftur að mér. Því ég vill ómögulega verða uppvís af of mikilli bjartsýni. Ég held að af öllum klysjum þá skori “guð er góður” gubbklysjan ansi ofarlega yfir klysjur sem vekja upp í mér óhug. Það má vera að ég þurfi eitthvað að endurskoða afstöðu mína með þartilgerðum faglærðum, þ.e.a.s ef ég hefði einhverja trú á því. En jú það stemmir, það má með sanni segja að ég sé bitur manneskja stútfull af breyskleikum. Ég verð þó að játa það að ég hræðist fólk sem viðurkennir ekki að það sé gallað á einn eða annan máta. Mér einfaldlega er um megn að slaka á í kringum þá sem spila sig óaðfinnanlega. Hvað breyskleika mína snertir, þá rembist ég eins og rjúpan við staurinn að reyna að verða þægilegri í umgengni. Stundum þegar tíðin er góð, er mér kleyft að vera aðeins minni viðbjóður en ég er að öllu jöfnu. Svona er guð nú góður.
6 thoughts on “Á topp tíu yfir vibbaklysjur”
Comments are closed.
Flott mynd, það er svipur með okkur, ég ætla að stela henni í msn-ið mitt, já Guð er góður !
ég get ómögulega gert upp á milli “guð er góður” og “dýrð sé guði” í þessu samhengi!
Á tímum sem þessum, er maður telur sig lausan frá oki þessa ljóta heims og tilveran verður þolanleg, vafin í nýþvegið og ferskloftmikið lýninið á vorkveldi með opinn gluggan og ómar fallegrar náttúrunar veltandi inn ásamt fersku vorloftinu og dassi af fuglasöng..
er alltaf gott að hengja sig..
Er ég þá ekki að meina að það sé eitthvað sem að þú eigir að fara að bardúsa við..
þetta var bara svona vor hugrennig, alfarið tengd minni grámyglulegu tilveru..
Guð er fallegur 😉
Ég get alveg sæst á að guð sé fallegur.