Hann er enginn viðbjóður

Fyrir tilstilli mikils meistara naut ég þess að hlusta á Joanna Newsome í kvöld. Alveg sérstaklega ánægjulegt. Hún er vopnuð englarödd og ekki er hægt að segja að útlitið kasti skugga á velgengni hennar, því hún er alveg gullfalleg, ásamt því að vera framúrskínandi krúsídúlla. Nú væri gaman að fá að sjá Regina Spektor, Laura Veirs, Kristin Hersh og Catpower, sem spilaði hérna meðan ég var staddur erlendis. Kvenkyns tónlistarmenn sem eru rétt í þann mund að fá taugaáfall höfða af einhverjum orsökum vel til mín. Er það kannski vegna þess að mér finnst ég sjálfur vera á barmi taugaáfalls. Er það nú svo? Nei, það getur ekki verið. Þegar ég hlusta á Kristin Hersh þá hef ég það á tilfinningunni að hún fari aldrei út úr húsi án þess að vera með dúkahníf í veskinu sínu, ef ske kynni að hún þyrfti nauðsynlega að drepa sig.
Takk fyrir mig elsku besti Fóstradamus, þér eruð sko enginn viðbjóður.

5 thoughts on “Hann er enginn viðbjóður”

  1. Minn kæri, óskum yðar hefur verið komið á framfæri við rétta aðila, málið er í vinnslu. Ég sá að í Europris eru á tilboði á aðeins 199 kr. þessir fínu dúkahnífar, nettir og beittir sem fara vel í vasa eða veski. Fást í grænum lit og appelsínugulum.

  2. Enginn ætti að yfirgefa híbýli sín án þess að hafa meðferðis einhver tól sem hægt er að nota til sjálfsförgunar ef ske kynni að eitthvað óyfirstíganlegt kynni að verða á vegi manns.
    Dúkahnífar eru sjálfsagt ekkert verri en hvað annað!

  3. hellooooooooo SIGGI
    i have looked at her myspace profile before
    amazing our wonderful taste, eh?
    i am guessing you said something nice about her
    as i can not understand what you wrote tehehe
    also i like the photo of runar with the glasses 🙂

  4. My dearest Emme. She held a concert here on the 16th and yesterday on the 18th. It was all sold out, but luckily my darling Pétur, the one who goes by the name Fóstradamus, got me a guest ticket. I was stunned by her voice and the way she tones the words to her music. She does it in the funniest way. I was not aware that the broad spectrum of music was produced by a single harp. She came across as an angel, similiar to you and Maria, also known as “sono io” or “sogni di daphne”. When I took that photograph of master Rúnar, we were having so much fun. Have a beautiful weekend Emme-leh, and give Rúnar a hug. What do you intend to do this weekend. Are you going to watch Tranamerica???

Comments are closed.