Það kann að skjóta skökku við að maður jafn andlega þenkjandi og ég skuli bölva, ragna, þusa og þrasa yfir þessu blessaða sumarveðri sem yljar okkur landsmönnum um hjartarætur þessa daganna. Mér er síður en svo skemmt verð ég að segja. Ég á bágt með að trúa því að einhver sé orðinn það æðrulaus að þessi viðurstyggð hafi engin áhrif á viðkomandi. Það má þó vel vera. Hvað veit ég um dyggðir eins og æðruleysi. Ég hef hinsvegar ákveðið að ég ætla ekki að láta bjóða mér lengur upp á þetta ógeð sem við erum svo djörf að kalla land. Hér er ekki hægt að búa, punktur. Það hefur ekkert með “grasið er grænna hinum megin syndrómið”. Það vill nú nefnilega svo andskoti skemmtilega til að grasið er bara einfaldlega grænna hinum megin. Hér er gaman að koma í heimsókn, en ekki sögunni meir. Ég vill gjarnan eiga kost á að fara út að hlaupa án þess að koma heim ofkældur með heilahimnubólgu. Það má vel vera að þessi viðhorf mín gagnvart ættjörð minni sé hægt að útleggja sem skortur á víðsýni, en það verður þá að hafa það. Mér er skítsama. Héðan verð ég að komast og það ekki seinna en fyrir 9 árum síðan. 9 ár segi ég. Fyrir 9 árum síðan, var ég staddur í Ísrael. Enn þann daginn í dag er ekki séð fyrir endann á því sem gerðist í Ísrael fyrir 9 árum síðan. Þetta líf er einkennilegt vægast sagt, en jafnframt mikið ævintýri.
8 thoughts on “Skínandi”
Comments are closed.
Æ hvað ég er sammála þér, maður gæti hæglega drepið sig.
no words but well maybe I get the picture
lalalallalalal
bum bum bum
Segörður herbergið þitt í Memphis er laust og hitinn kominn til að vera yfir 20 stig næstu mánuði. Grasið er grænt grænna grænst og blómin í skrúða.
auðvitað er þetta ekki nema fyrir harðgert fólk að byggja þetta stórbrotna land vor, aumingjarnir geta sleikt sólskin og byssuhlaup í Memphis USA!
I’m on my way to the airport, never to return.
one way tikket out of here… (og svo hræki ég að Grikkja sið)
Mjög ánægð með gríska takta þína mín kæra K. Það er einmitt það sem þurfti til að hressa upp á þetta allt saman.