Hin ofmetna hamingja

Þessi veflókur er mér að skapi. Ég er farinn að hallast að því að hjörtu okkar Rúnars slái mjög svo í takt.

—————————

Ég ákvað snemma í dag að homma vefinn minn aðeins upp og gera hann appelsínugulan. Ég gerði þetta meðan ég drakk morgunkaffið mitt. Þegar ég hafði lokið áætlunarverki mínu lagðist ég aftur upp í rúm, rétt til að viðhalda eðalþunglyndinu sem ég hef lagt allan minn metnað í síðustu daga. Þegar líða tók á daginn gat ég ekki með nokkru móti haldið þetta þunglyndi út. Blessuð sólin skein og hitabylgja upp á heil 9 stig yfir landinu. Það örlar þó ennþá á þessu prýðilega þunglyndi, svo ég er að vonast til að ég geti lagst í kör, áður en að ég verð mér og nærstöddum skaðlegur sökum ánægju og gleði, sem er eitthvað sem engum er stætt að tileinka sér.

4 thoughts on “Hin ofmetna hamingja”

  1. sól sól skín á mig.. heyrðu hvað með bleikan lit ?
    ..annars fínn, en hvernig var liturinn áður, man það ekki ?

    það er svo mikil gleði á síðunni þinni, að ég barasta verð að leggja mig aðeins 😉

  2. Já já það er bara svona. Um daginn sló hjarta þitt í takt við mitt og í dag slær það í takt við Rúnars. Ég er hér ekkert að gefa í skyn að þú sért lauslátur, en samt.

  3. Lauslátur og á lausu. Það er einfaldara en að vera á föstu. Vittu það SiggiSiggiBangBang litli.

    Reyndu að hýfa annað munnvikið upp þó ekki sé nema í krampakennt bros upp úr þínu annars ömurlega þunglyndi og þinni 35 ára löngu tilvistarkreppu. Mitt er óðum að kreppast hraðar yfir spangirnar.

  4. Ekki hlusta á þau… mundu að við erum í tapliðinu og það er ekki séns að við munum nokkurn tímann komast í lið hinna hamingjusömu, frjálsu sigurvegara á meðan við erum föst á þessu skeri… upp í rúm aftur segi ég (og hræki)…undir feld að plotta stórfenglegan flótta okkar frá íslenska lýðveldinu..

Comments are closed.