Syngja og dansa

Í fyrirtaks veðrinu á sunnudaginn, fór ég leið sem liggur niður í Öskjuhlíð. Ég fann mér laut, þar sem ég flatmagaði og hlustaði á fuglana tísta. Mér þótti ég komast í tengsl við náttúru og mína innri kirkju, eins hommalega og það nú hljómar. Mér varð það á fyrr í dag að tíunda þetta fyrir hjartalausu drullukuntunni henni fröken Sigríði. Hún brást ókvæða við. Rétt eins og ég hefði verið að viðurkenna fyrir henni kynferðislega óra þar sem hún væri í aðalhlutverki. Hún horfði á mig eins og ég hefði verið kosinn viðrini mánaðarins, með öllum töldum atkvæðum. Ég leit samstundis undan með tárin í augunum uppfullur af skömm. Ég hef alltaf verið kveif. Ég hef aldrei komist af í búningsklefum ætluðum alvöru karlmönnum með hárugar hreðjar. Hvernig er hægt að komast af í heimi sem þessum, þar sem fólk jafn illa innréttað og fröken Sigríður fær að lifa. Það eina sem ég vill er að dansa og syngja. Fyrir það vill andstyggilegt fólk á borð við hana druslu þarna, brenna mig á báli. Ó, þú vondi heimur.

4 thoughts on “Syngja og dansa”

  1. Siggi farðu og taktu þátt í keppninni um þyngsta punginn hjá Gilzenegger. Ef þú vinnur þá hefuru ýmislegt til að stæra þig af, næst þegar þú kemur þér í þá aðstöðu að vera ber í búningsklefa, fullum af hárugum hreðjum, svo ég vitni beint í orð meistarans.
    Held þú skráir þig á X-id.is

  2. Ég er búinn að skrá mig í vigt hjá Gillzenegger. Nú loksins verður heiminum kunngjört hversu mikið karlmenni ég í raun og veru er.

Comments are closed.