Ég má ekki hugsa um blóðbaðið á Gaza strönd í dag, án þess að bólgna út af reiði í garð Ísraela. Það er auðvelt að falla í þá gryfju að dæma heila þjóð ábyrga fyrir verknaði sem þessum. Rétt eins og þegar blökkumaður fremur voðaverk í Ameríku, þá blæðir oft heill kynþáttur fyrir vikið. Maðurinn er ótrúlega mikið helvítis fífl. Já, ég geri mér grein fyrir því. Ég er maður og ef ég er settur í réttar aðstæður, þá er hægt að framkalla öll þau viðbrögð sem ég fordæmi í öðrum mannverum. Ég held að það sé mikilvægt að gera sér grein fyrir þessu. Maður frá góðu heimili með góða menntun, vel innréttaður, andlega þenkjandi, mömmustrákur eða hvað það eina sem hægt er að týna til sem flokkast undir dyggðir og góðan ásetning. Í réttum aðstæðum, brýtur viðkomandi gegn samfélagi sínu, siðgæðisvitund sinni og gerir hluti sem hann vissi ekki einu sinni að hann ætti til í skúmaskotum persónuleika síns.
Varðandi Ísrael, þá get ég skilið að þeir reyni eftir bestu getu að uppræta alræmda hryðjuverkamenn inn á gráu svæðunum, en þetta sem gerðist í dag þjónaði engum tilgangi. Tilgangslaust blóðbað í höndum fólks sem hefur sjálft verið hundelt og myrt í gegnum mannkynssöguna.
———————————-
Ég hef komist að því með vísindalegum aðferðum að söngur gagnast mér í að viðhalda gleði og ánægju sem óneitanlega fylgir léttu lundarfari mínu. Mér þótti þetta merkilegur fundur. Upp úr kvöldmat varð ég var við slen í mér. Mér kom þá til hugar hvort það gæti gagnast mér að syngja slenið úr mér. Mér til mikillar furðu, virkaði það og slen mitt hvarf eins og dögg fyrir sólu. Ég söng, Paper Doll, sem er mikið prýðislag sungið svo eftirminnilega af Mill’s Brothers. Í framhaldi af því söng á Ashtanga Jóga kver eitt, sem ég heyrði á jóga spólu sem mér áskotnaðist fyrr á þessu ári. Árangurinn var slíkur að ég hóf leit á internet-inu prýðilega og komst að því að söngur er notaður í meðferð á alzheimersjúklingum. Nú, rétt bráðum ætla ég að syngja sjálfan mig í svefn. Það vill nefnilega svo skemmtilega til að athöfnin að sofa er í sérstöku uppáhaldi hjá mér.
Æi já herra P. minn, væri veröldin ekki betri staður ef við rauluðum öll okkur til dægrastyttingar.
Ég nota svipaða aðferð. Þegar ég er niðurlút og í mér slen; þegar þungi daganna leggst á herðar mér sem farg og hugurinn hvarflar að dúkahnífnum þá skít ég í mig. Bregst sjaldan.