Sól sól skín á mig

Þess ber að geta að síðast sást til sólar fyrir u.þ.b 10 dögum. Ég hef í hyggju að forrita teljara sem telur daganna á milli þess sem sjaldséðna gula uppátækið þarna á himnum lætur á sér kræla.
Það kann að vera að þetta sé óþolandi raus af minni hendi, en mér er svo innilega skítsama. Ég hef ekki gefið mig út fyrir að vera andlegur risi og það er ekkert leyndarmál að ég einfaldlega þoli ekki veðráttuna hér heima í hlaði. Núna þegar ég skrifa þessar línur er svo kalt að ég þarf að láta rafmagnsdrifinn hitablásara anda á mig heitu lofti, og dugar fjandakornið ekki til. Ég er barn guðs og ég á einfaldlega heimtingu á að fá að syngja og spóka mig í sólskininu meðan ég valhoppa um í áður óþekktri gleðivímu. En því verður víst ekki að heilsa. Ekki þetta sumarið.

One thought on “Sól sól skín á mig”

  1. Þú ert líka frændi Láka Jarðálfs. Þremenningur. Kíktu á íslendingabók. Svo leynir svipurinn sér alls ekki.

Comments are closed.