Sögnin að sofa er falleg sögn

Ég er rétt í þann mund að fara að leggja ástund á eftirlæti mitt, sem er að sofa. Það er hafið yfir allan heimsins vafa að svefn trjónir á toppi athafna á vel ígrunduðum vinsældalista mínum. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að athöfnin að vakna tel ég til þeirra athafna sem ég kann síst að meta. Þetta eru mistök sem ég geri nánast daglega. Allavega síðustu 6 ár. Það að vakna er undanfari alls þess sem miður fer hjá undirrituðum. Þetta gerist í eftirfarandi röð. Fyrst vakna ég. Svo neyðist ég til þess að eiga mannlega samskipti annaðhvort í gegnum síma, eða augliti til auglitis. Síðan loka ég mig inn á klósetti til að fá frið um stund. Drekk nokkra kaffibolla. Þykist vera ógeðslega hress. Syng nokkrar laglínur til að undirstrika gleði mína. Held því næst heim á leið. Bíð í nokkrar klukkustundir eftir því að geta farið að sofa. Hringrásin endurtekur sig síðan næsta dag öllum sem hlut eiga að máli til gagns og gamans.

2 thoughts on “Sögnin að sofa er falleg sögn”

Comments are closed.