Samkvæmt 800 manna úrtaki er öll ísraelska þjóðin sögð vera hlynnt aðgerðum hersins í Líbanon, eða um 95%. Ísrael telur einungis u.þ.b 7 milljónir manna. Ég veit ekki mikið um það hversu hátt hlutfall af hóp þarf til að ákvarða það að hópurinn í heild sinni hafi tekið einhverja ákveðna afstöðu gagnvart því er spurt er um. Ég veit hinsvegar að í fréttamiðlum hérlendis og líka erlendis hefur ekki borið mikið á umfjöllun um þá ísraela sem hafa haft hugrekki til að berjast gegn stefnu ísraelshers sem og ísraelsstjórnar.
Fréttaflutningur er vægast sagt einhliða og oftar en ekki ísrael í óhag. Ég er ekki persónulega fylgjandi því sem er að gerast fyrir botni miðjarðarhafs og ég óttast ekki að viðurkenna að ég er ekkert minna en uppfullur af viðbjóði yfir því hvernig ísraelsstjórn er að sigla með ísrael og heiminn langleiðina til helvítis. En að halda því fram að hjörta ísraelsmanna slái í takt í þessari vitfirru sem á sér þarna stað er grunnhyggja.
Á þeim tíma sem ég dvaldi í ísrael þá kynntist ég Ben, gyðingi frá Þýskalandi sem hætti í hernum og fluttist aftur heim til Þýskalands vegna þess að hann uppástóð að hegðun gyðinga í ísraelsher væri engu betri en hegðun nasista í seinni heimstyrjöldinni.

Það eru fleiri ísraelsmenn og gyðingar um víða veröld sem fordæma aðgerðir ísraelsstjórnar. Mér þykir það sorglegt þegar heil þjóð og kynþáttur er úthrópaður, rétt eins og allir séu á sama máli. Rétt eins og þegar allir ameríkanar eru stimplaðir fábjánar, aðeins vegna að þar við stjórn eru mestmegnis fábjánar.
Ég persónulega vona að ég sé með óþarfa áhyggjur um atburði síðastu tveggja vikna. En ég óttast það sem er að gerast þarna. Ég að sama skapi tek þetta nærri mér. Ég tek nærri mér að öll þessi börn þurfi að deyja vegna þess að viðurstyggileg mannskepnan hefur þörf fyrir að láta frumhvatir stjórna því hvernig hún tekur á málum.
Comments are closed.