Vill svo skemmtilega til að ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að horfast í augu við gamla útgáfu af sjálfum mér.
Ég get fullvissað hvern svo sem þetta les að það var engin glæsisýn, án þess að ég reki það nánar hverju það sætir.
Í framhaldi af því!!!
Getur verið að ég sé orðinn það háður alnetinu að mér er fyrirmunað að missa það niður svo nokkrum mínútum skiptir.
Eru eðlilegt hjá fullorðnu “karlmenni” að froðfella eins Cujo yfir nokkrum mínútum af netleysi.
Er þetta jafnmikið ‘norm’ og ég taldi gamla lifnaðarhætti mína á sínum tíma.
Ja, – svei attann með hæfilegum skammti af tussumfrussi ef svo er ekki.
Einu sinni heyrði ég af manni sem að var að byggja upp í Grafarvogi voða fínt og flott hús. Hann átti konu, tvö börn og var í þokkalegri vinnu.
Hann missti þetta allt út úr höndunum vegna sjúklegrar netnotkunar og endaði uppi vinalaus og illa þefjandi á verri götum borgarinnar.
Ég veit ekki hvað þessi maður var að gera á netinu, – hvort að netleikir hafi orðið honum að falli eða eitthvað annað.
Stundum þegar netið er borið á góma í mínum analaffallaklúbb þá gera flestir fastlega ráð fyrir því að það eina sem að hægt sé að gera á netinu sé að synda um í klámi og bröndurum sem að aðeins félagsmálakellingar og annað ógæfufólk skilja.
Ég segi veiiiiiii!!!
Veiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!!!
VEIIIIIIIIIIIIII YKKUR(hysterískt öskur)
Þessi pistill var í boði Björns Bjarnasonar
Comments are closed.