The smartest guys in the room

Eins og sjá má á skrifum mínum undanfarna daga er illt í efni. Ég geri þetta reglulega. Endrum eins þegar ég þarf nauðsynlega á því að halda að dreifa huga mínum, marinera ég sjálfan mig upp úr þykkum og súrum legi heimsmála. Ég er ekki að ýkja. Síðust fjóra daga er hef ég legið fyrir á alnetinu prýðilega og lesið mér til óbóta um það hvernig allt er að fara til helvítis. Ég læt ekki þar við sitja heldur horfi ég á samsærismyndir eins og ég sé að keppa í maraþoni. Ég er reyndar búinn að sjá tvær andskoti góðar, ein þeirra heitir Why we fight og hin Enron: the smartest guys in the room. Báðar þessar myndir eru um græðgi og illsku mannkynsins og ég get mælt með þeim fyrir þá sem hafa áhuga á heimsmálum eða vantar vatn á þunglyndismyllu sína. Ég get ekki séð að ég sé betur settur þó svo ég fari og fati mig upp samkvæmt nýjustu tísku, eða taki virkan þátt í hinum svokallaða glaumi og gleðskap Reykjavíkurborgar. Ég held ekki að lausn mín sé falin í því að láta laga á mér nefið eða græða í mig hár. Ég held hinsvegar að ég megi aðeins draga úr fréttalestri, bara rétt til að ég verði ekki brjálaður úr svartsýni og vonleysi.

Comments are closed.