Kjölturakkar

Mér er það minnistætt, hérna endur fyrir löngu. Á þeim tíma þegar lífið var í svart hvítu og allt var mun betra en það er núna. Þegar ég var hluti af heild. Þegar ég réri ekki einn fleyi mínu í lífsins ólgusjó. Þegar mér var vel tekið sem manni á uppleið í samtökum iðnaðarins.

Mér er það hugleikið þegar ég sat þessa fundi. Ég get ekki fyrir mitt litla líf sagt að mér hafi fundist ég vera vel staðsettur í lífinu. Og þegar ég hugsa þetta aðeins lengra, þá hef ég kannski aldrei verið vel staðsettur hvar í andskotanum sem ég hef verið.

Ég hef prufað að vera innan um mjög ólíka menningarhópa. Þegar ég var í gyðingalandi í hebreskuskóla með amerískum gyðingum, þá gekk allt út á það að vera gyðingur. EKki er ég gyðingur. Samt sat ég þarna með gyðingum í einhverjum gyðingaskóla, að rembast við að samhæfa með fólki sem átti sér allt annan bakgrunn en ég. Ég gaf mig ekki út fyrir að vera gyðingur. Ég var þarna staddur til að læra hebresku. Ég var hugfanginn af landi og þjóð og vildi vita meira út á hvað þetta gekk. Ég veit samt ekki nákvæmlega hvers vegna. Það er margt í mínu lífi sem ég kann enga skilgreiningu á.

Þegar óhjákvæmilega ég neyddist til að starfa hjá akademíunni, fann ég satt best að segja aldrei fyrir því að ég væri kominn heim í hlað. Eins og ég segi, ég sat þarna bara einungis vegna þess að ég hafði ekki neinar betri hugmyndir um það hvað ég ætti að gera í þeirri stöðu sem ég hafði svo sannarlega komið sjálfum mér í. Hvernig sem það útleggst. Þá á seinni kafla lífshlaups míns, hafði ég allar þær upplýsingar sem ég þurfti til að taka betri stefnu í lífinu. Samt sem áður kaus ég meðvitað/ómeðvitað að halda áfram að haga mér eins djöfuls fífl.

Mér hefur ekki fundist mér vera upphefð í því að kalla mig meðlim í félagasamtökunum. Ég hef aldrei verið hress. Ég hef ekki verið álitinn stuðbolti, hvar svo í andskotanum sem ég hef verið niðurkominn. Ég get ómögulega fengið það af mér að gelta og ýlfra yfir því þegar einhver segir eitthvað sem allir eiga (einungis vegna þess að þeir stunda sömu samkomu) að samhæfa með.

Jú, ég veit hvernig í pottinn er búið. Ég veit hvers kyns er. Það eitt og sér gerir það ekki sjálfkrafa að verkum að ég hugsi og tækli allt sem ég þarf að takast á við á sama máta og allir hjá félagasamtökunum. Ég sé engan sérstakan mun á þessu og öðrum hópum þar sem öllum mannlegum tilfinningum er safnað saman í einn sarp, sem er meðhöndlaður á einn ákveðinn máta sem virkar fyrir alla sem gelta og ýlfra í hvert skipti sem einhver segir eitthvað sem 90% af mannkyni gæti þess vegna samhæft með.

Skiptir það mig máli hvort einhver sem les þetta skilji hvað ég er nákvæmlega að tala um. Nei, nákvæmlega engu. Ég skrifa þessa veflóka undir rassgatið á mér mér mér. Mér er fokk off sama hvað hverjum finnst um það. Ég man að um páskana tók sig einhver til úr samtökum iðnaðarins og skeit í athugasemdakerfið mitt fína og prýðilega, vegna þess að viðkomandi tók færsluna persónulega til sín. Ég fæ ekki skilið hvers vegna. Það kann að þykja fínt að setja sig á stall innan félagasamtakanna sem andans maður, vafra svo um vefinn og svívirða aðra fyrir það að vera ekki jafn andlegir og viðkomandi. Ég get sagt það strax, að frekar vill ég bara skíta í buxurnar heldur en að öðlast þau andlegu forréttindi.

11 thoughts on “Kjölturakkar”

  1. Segge menn !

    reinndu nú að vera bara soldið hress ha ? :o) hress og káttur og svona ha? :o) það er nefnislega að koma versló og svona ha ? Jibbí vei vei vei !!! :o) Þá eiga allir að vera hressir……okkuru prófaru ekki að breita aðeins til og hlusta á Bylgjunna ha ? Okkuru ekki bara vera í stuði og skella sér á djammið ha? Þúst kommonn mar ! :o) Okkuru kaubiru þér eggi bara kassa av jarðaberja-bríserum og skelliru þér eki bara til Eija, ha? Árni Jónssen verður með fjöldasaunginn ! Geveigt stuð mar ! ha? :o) Sona reindu nú að hressa þig við strágur ! ha ? ;o)

  2. Ég tek alla lóka sem reknir eru inn í tilveru mína mjög persónulega. Líka veflóka. Sá veflókur sem þú síðast veifaðir, og athugasemd þessari er ætlað að bregðast við, hafði til dæmis mjög afdirfarík áhrif á tilveru mína. Svo er neflinlega mál með vexti, að ég hafði nýverið hafið ástundun svokallaðs “Hemma-Gunn Jóga”. Þessi tegund Jóga er svofelldlega stunduð, að maður glennir sundur kjaftinn í hamslausum hressleika og öskrar gamanyrði milli hlátursrokanna. Þetta er til þess fallið færa þeim sem stundar óbrjótandi hamingju, æðruleysi og marga, ríka og ofboðslega hressa VINI. Vini sem kunna skil á því sem máli skiptir.

  3. Þetta eyðilagðir þú fyrir mér með andskotans svartagallrausinu. Ég var hársbreidd frá því að ná “Hemma-Gunn Nirvana” sem lýsir sér í því að ásjóna manns stirðnar í óstjórnlegum hressleika og maður bókstaflega ýlfrar af því hvað maður er hress. Hress. Hress.

  4. Ég rakst á þetta blogg fyrir algjöra tilviljun. Ég styð þitt frelsi að hafa þína skoðanir og tilfinningar. Oft hefur fólk ekki frelsi til að meina það sem fólk meinar. lifi “stjórnleysið”

  5. það ku vera lækning við gyllinæð á bls 135, í hebresku orðabokinni þinni.

  6. já, merkilegt að fljóta svona á milli póla eins og skakkur ísbjörn. ég er sammála mörgu af þessu með félagasamtökin. en mér finnst samt júnitin jafn misjöfn og þau eru mörg. sérstaklega erlendis. hérlendis er oft mikill “davíð er foringinn, já já já” bragur á mörgu. kannski er það þannig úti um allan heim. kannski er fólk upp til hópa sauðslegt í hugsun?

    og þetta með hemma gunn hress. og ALLIR eru vinir og þekkja ristilstarfsemi hvers annars. það er MJÖG ógeðslegt. þessvegna á bara að halda sig á mottunni. já. mottunni. og já… hann aðvókat djöfulsins bloggar. það er advo.blogspot.com…

  7. Og eitt enn… sólarlagsmyndirnar af sólinni og sjónum eru svo fallegar að ég verð væmin og fer að slefa sykurbráð og bráðum verðum við að hittast hérna og borða mat og horfa á eitthvað í sjónvarpinu.

  8. Ciao All I can comment is
    0 I love the new pictures and their setting on the page
    1 thank you for the beautiful day!
    2 the usual I will have to learn to read icelandic… 🙂 to read and understand
    3 I am applying for jobs in england

    baci
    me

Comments are closed.