Leiðinlegar bókmenntir

Mér leiðist skelfilega þessa daganna. Ég yfirleitt uni mér vel í félagi við sjálfan mig. Það kann engri undrun að sæta. Ég í mínum eigin félagsskap er hress og opinn í alla enda. Ég syng, dansa og dásama það að vera til. Núna hinsvegar leiðist mér. Ég þarf að velta því fyrir mér hvernig ég get drepið tímann þangað til ég hverf á vit ævintýra í draumaheiminum mínum prýðilega.

Þegar ég upplifi vökuna sem helber leiðindi, dreymir mig oft mjög hressilega. Mig dreymir að ég sé leyniþjónustumaður í fjarlægum löndum, með allt á tæru. Ég þarf að leysa afar flókin verkefni sem ég einn er fær um. Í þessum draumum sem eiga að bæta mér upp helvítis leiðindin sem ég upplifi yfir hábjartan daginn, tekst mér yfirleitt að ná betri stjórn atburðarásinni, en ef um venjulega draum væri að ræða. Mér gengur að sama skapi allt eftir sem ég reyni í draumnum. Ég er umvafinn kvenfólki og manneskjum sem vilja ólmar eiga mig sem trúnaðarvin. Líf mitt öðlast að einhverju leiti fullnægju sem ég missi af meðan ég þarf að halda mér vakandi.

Hversu mikið ætli sé að marka draumfarir. Ég oftar en ekki hef dreymt að tennurnar séu að detta úr mér. Samkvæmt andlegum fræðiritum sem ég hef gluggað í, þá er manni uppálagt að skoða gang sinn sérstaklega vel ef maður missir tennurnar í draumi.

Í einhverju fræðibókmenntum sem ku vera álíka leiðinleg aflestrar og Mein Kampf eftir Adolf Hitler, er línan “Hver er ég til að segja, að guð sé ekki til?”. Hver tengslin milli þeirrar línu og draumfara er, veit ég ekki. Mér fannst ég bara þurfa að koma því áleiðis að leiðinlegri bók hef ég ekki hálfpartinn lesið, heldur en málgagn félagasamtakanna. Tilhvers ég þurfti að koma því áleiðis, er mér alger ráðgáta.

Guð, draumfarir. Ætli niðurstaða mín sé ekki sú að ég þegar mér leiðist daglegt amstur, þá þarf ég mikið á því að halda að tileinka mér þankagang sem slítur mig frá öllu því sem ég tel að skipti máli í heimi hér og finni mér líf í andlegum heimi, fjarri tísku og eril mannfólksins.

One thought on “Leiðinlegar bókmenntir”

  1. Raunverulega lífið hljómar ekki vel núna…….. má vera að þú saknir ákveðinnar manneskju ??? Datt í hug að það gæti verið ástæðan, því verkefnin hjá þér eru næg svo þér ætti ekki að leiðast. Sérstaklega þar sem þetta eru alls ekki leiðinleg verkefni !!!!

    Ég er að dást að myndunum þínum, þe. skýjamyndirnar sem eru núna hér til hliðar. Ofsalega eru þær fallegar. Þú ættir að pæla í að senda þær inn í einhverja keppnina:
    http://www.visir.is/apps/pbcs.dll/section?Category=VEDUR&template=vedurmynd
    http://www.mbl.is/mm/folk/ljosmyndasamkeppni/reglur_leidbeiningar.html

    kveðja

Comments are closed.