Throwing Muses

Þess ber að geta að nýjasta plata Throwing Muses er hægt að ná í frítt á alnetinu prýðilega. Hún heitir 50FOOTWAVE og hana er hægt að ná í innanlands hér.

Það vill einmitt svo skemmtilega til að ég ætla að fara annað kvöld og sjá hana Kristin mína Hersh. Hún er ekki neinn aukvisi né er hún eftirbátur. Hún er frumkvöðull þeirra kvenmanna sem yfirgefa ekki heimili sitt án þess að vera búin dúkahníf, ef ske kynni að þær þyrftu að koma sjálfum sér fyrir kattarnet. Þetta er þankagangur sem mér þykir afskaplega hagkvæmur. Hver veit hvað kemur upp í hita og þunga dagsins, maður gæti jú þurft að kúpla sig endanlega út og er þá ekki gott að vera með dúkahníf í buddunni. Konur af þessu tagi hafa haft einstaka hæfileika til að koma undirrituðum til. Það er eitthvað innra með mér sem fer rakleiðis í gang. Hjarta mitt tekur kipp og ég vill óður og uppvægur umfaðma viðkomandi að mér, í óendanlegri áður óþekktri hamingju.

3 thoughts on “Throwing Muses”

  1. just because this is so interesting
    um hmm
    my ex followed her around i think about 3-4 different cities
    he was majorly obsessed with her
    ooooh oooh ooooh
    we will be there very soon
    BUT
    tonight we shall spend it with TOM WAITS!!!!!

  2. Ég hef nú bannað fúkyrði á vef mínum. Þið vélmenni getið farið annað til að auglýsa á ykkur slímugt rassgatið.

Comments are closed.