Baghdad Burning

Baghdad Burning

25 ára gömul stúlka, búsett í Baghdad er ábyrg fyrir áhrifaríkasta vefleiðara sem ég hef lesið frá upphafi þessa fyrirbæris. Hún hræðist að vakna á morgnanna því þá berast henni oftar en ekki fréttir af fólki sem látist hefur í nágrenni hennar. Fólk sem hún jafnvel þekkir og stendur henni nær. Í einni færslu missti hún vin sinn, sem var þrátt fyrir ástandið, vongóður, kátur og upplífgandi fyrir alla sem hann þekktu. Henni bárust email frá honum eftir að hann lést, og um stundarsakir kom henni til hugar að hann væri kannski ekki dáinn og tilkynningin um andlát hans hefðu verið mistök, þegar hún athugaði dagsetningarnar betur, komst hún á raun um að þau voru dagsett deginum áður, fyrir dauðsfallið.

Þetta fær mig til að hugsa. Mannanna hégómlega prjál. Sér í lagi hérlendis. Hér á Íslandi keppast allir við að steypa sér í skuldir, til að byggja upp ímynd sem þeir upplifa að geri þeim kleift að arka um göturnar borubrattir. Ímynd sem þegar öllu er á botninn hvolft skiptir engu máli, því hún varla fylgir viðkomandi eftir yfir móðuna miklu. Þeir hinsvegar sem ekki hafa ráð á að steypa sér í hégómlegar skuldir, kvarta sárann yfir því að geta ekki steypt sér í skuldir eins og hinir sem að þeim virðast hafa stóra og reisulega sjálfsvirðingu.

Ég er enginn eftirbátur hvað þetta snertir. Ég er stútfullur af hégóma. Er í sífellu með miklar áhyggjur af því hvort ég er of feitur eða hvernig afkoma mín kemur til með að vera, osfrv. Ég veit ekki hversu gott ég hef það. Ég hef það nefnilega alveg djöfulli gott. Ég hef satt best að segja aldrei búið við meira öryggi. Ekki nema þegar ég var polli heima í Löngubrekku. Ég hef aldrei verið betri til heilsunnar. Ég hef aldrei verið betur áttaðri á því hvar ég stend og hvert ég vill fara.

Samt sem áður, leyfi ég mér það að grenja yfir smæstu atriðum. Ó, ég er svo einmana. Ó, ég er svo feitur. Ó, ég er svo asnalegur.

Til helvítis með þetta. Ég hef það fínt. Ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því að það fólk sem mér þykir vænt um sé sprengt í loft upp í tilgangslausu stríði.

4 thoughts on “Baghdad Burning”

 1. Jáhá… Amem bróðir.
  Vér höfum það nefnilega feitt hérna, meðan vér erum ekki með fokusinn á okkur sjalfum.

  Það var nú aldeilis munur að geta farið a Kristin Hersh í hinum stórglæsilega félagsskap þíns og péturs og dropið a kaffi á eftir.

  kanski ekki merkilegt en með betri kvöldum sem eg hef att lengi.

  Við höfum það nefnilega gott hjerna þrátt fyrir nokkur tilfallandi luxus vandamal. þa eigum við val. nokkuð sem þessi vinkona þin i Irak a ekki.

  Mikið finnst mer samt leitt að sumir skulu þurfa að hafa það slikt

  kiss kiss

 2. er þetta samt ekki dæmigert að þurfa að finna einhvern sem er verr staddur en maður sjálfur til að koma á auga á að maður hafi það hugsanlega ágætt,
  er það ekki einmitt hluti af lúxusvandanum?

  mikið eruð þið samt fallegir báðir þið Jói í dag, mér er skapi næst að fella tár!

 3. Já, þú meinar að maður eigi að bera sig saman við einhvern sem er jafn ömurlegur og maður sjálfur til að komast að þeirri niðurstöðu að maður hafi það skítt.

 4. Nei reyndar var það ekki það sem ég var að fara með þessari athugasemd, en æj það er of langt mál að tíunda hér.

Comments are closed.