Tom Waits og Woody Allen

Ég ætlaði að skrifa veflók um það hversu ömurlegur ég er í mannlegum samskiptum, en svo þegar ég fór hugsa þetta aðeins lengra, komst ég að því með sjálfum mér að annar hver veflókur sem ég skrifa er annað hvort um það hversu ömurlegur ég er, eða hversu ömurlegur ég er í mannlegum samskiptum. Í ljósi þess ákvað ég að skrifa ekkert um sjálfan mig heldur tala um það hversu æðislegir Tom Waits og Woody Allen eru. Ég er einmitt búinn að vera að hlusta á þá báða undanfarna viku, mér og fröken Sigríði til sérstakrar skemmtunar. Portkonan að venju ber ekkert skynbragð á tónlist, enda er hún frummanneskja, en henni finnst þó Woody og Tom prýðilegir. Woody Allen spilar á klarinett og gerir það af mikilli prýði. Ég hef áhuga á því þessa daganna að festa fé í klarinett. Ég ætla að tala um það í u.þ.b 3 vikur, en hugsanlega kem ég ekki til með að gera neitt í því. Ég er einnig um þessar mundir að tala um að ég sé á leiðinni í Ashtanga jóga hjá Ingibjörgu Stefáns. Ég er búinn að tala um að flytja til útlanda síðustu 9 ár. Ætli ég láti einhvern tímann verða af því.

3 thoughts on “Tom Waits og Woody Allen”

  1. Omg þú verður að kaupa þér klarinett. Ég á einmitt klarinett (að vísu innst í geymslunni minni) og þá getum við spilað á klarinetturnar okkar og horft á Woody Allen mynd á eftir.

Comments are closed.