Ráðabrugg

Life is a sexually transmitted disease.
R. D. Laing

Þetta er mikil prýðis tilvitnun. Ég rakst á hana þegar ég var að leita að tilvitnuninni Life is just a damed thing after another! eftir Elbert Hubbard.

Ég er að hlusta á Eckhart minn Tolle. Hann er að tala um lífsviðhorf. Ég fór að hugsa það í gær hversvegna ákveðnir hlutir í mínu lífi gerðust einfaldlega ekki. Hvort það gæti verið að þeir ættu alls ekki að gerast.

Ég sá myndina Lady in the water í gærkvöldi, með ágætis fólki. Mér fannst svo margt í þessari mynd ekki stemma eða vera of langsótt til að ég geti sagt að þessi mynd sé góð. Hann fær þó plús fyrir frumleika, jafnaldri minn hann M. Night Shyamalan.

Eitt og annað í myndinni gerði það þó að verkum að þegar ég var kominn heim í hlað, fór ég að velta fyrir mér tilgangi þessa lífs. Það er nefnilega svo að sumt af því sem gerist eða gerist ekki virðist vera nánast of ævintýralegt til að einhver eða eitthvað hafi ekki komið að því með einhvern fyrirfram ákveðinn tilgang í huga.

It’s not true that life is one damn thing after another; it is one damn thing over and over. sagði Edna St. Vincent Millay.

Ég ítreka að þetta eru ekkert endilega viðhorf mín nú á dögum. Ég finn mig þó stöku sinnum í þessum pytti neikvæðninnar.

En nú er ég að íhuga að skreppa til Grænlands.

One thought on “Ráðabrugg”

Comments are closed.