Súperkúl fyrirtæki

Í dag er sunnudagur. Samkvæmt mínum útreikningum þá er mánudagur á morgun. Þegar ég vann hjá hinu opinbera voru mánudagar ógeðslegir dagar. Núna vinn ég hjá súperkúl fyrirtæki sem kallar ekki allt ömmu sína. Þetta súperkúl fyrirtæki er stofnað til höfuðs stóru, ljótu og bólugröfnu fyrirtækjunum sem framleiða ekkert nema kúk. Það kann að þykja einkennilegt að ég taki svona til orða. Best þykir þó að skafa ekkert utan af því þegar koma á sannleika málsins áleiðis. Þá er einmitt gott að nefna eitthvað eins og kúk, því það vekur tafarlaust athygli. Kúkur snertir líka streng í mannfólkinu sem kemur því án nokkurra véfenginga í hátíðarskap.

Hjá hinu opinbera voru allir alltaf rétt í þann veginn að fara að drepa sig. Ég sá lífið hjá mörgum góðum drengnum fjara út í vinnu hjá hinu opinbera. Það var engu líkara en allir lögðust á eitt að gera þetta að einum af þeim mest óaðlaðandi vinnustað fyrr og síðar.

Súperkúl fyrirtæki einkennast af mikilli gleði og söng. Ég og portkonan frú Sigríður syngjum okkur í gegnum hvern daginn á fætur öðrum. Það er gott fyrir sálina. Af þessum sökum, hlakka ég til að mæta í vinnuna á morgun. Það verður gaman að sjá hana frú Sigríði, því þó hún sé drullukunta, þá er hún alvöru manneskja að innsta lagi. Manneskja sem ég elska og dái.

Frú Sigríður, þú ert æði.

4 thoughts on “Súperkúl fyrirtæki”

  1. Well good luck with the super bsnes!
    if that I got right
    My languages are mixing more than ever so bless bless

  2. Já hún er sko engin viðbjóður hún Frú Sigríður, sérstaklega þegar hún klæðist leðri frá toppi til táar þá er hún sérstaklega tælandi og portkonuleg.

Comments are closed.