bíó log

Margar eðalmyndir í boði þessa daganna.
Ég stend upp og klappa fyrir Adam Sandler, en fram til þessa þá hef ég ekki þolað hann.
Myndin er Punch * Drunk Love.
Philip Seymour Hoffman bregður fyrir og er hann á leið í þann hóp karlmanna sem að ég myndi sænga hjá ef ég væri þeim megin við borðið.
Myndir með mr. Hoffman sem að ég hef séð undanfarið:

25th hour
Hoffman í essinu sínu sem akademíurola

Love Liza
Hoffman í hlutverki forritara sem að reynir að jafna sig á lífinu eftir að konan hans fellur fyrir eigin hendi.

Allt eru þetta myndir vel til þess fallnar að ýta manni aðeins lengra út á krossgötur sturlunar.

“Mér var hafnað í skóla, heimilinu og svo síðar meir í vinnunni.”
Haft eftir viðmælanda Jónasar Jónassonar í kvöldþætti hans ‘smu í reykjavík.’

Comments are closed.