Það er komin vetrartíð

Þá er blessaður veturinn kominn. Hann kemur til með að endast okkur hér á ísklump, næstu 9 mánuði. Meðan við íslendingar njótum veðursins yfir vetrarmánuðina, leyfum við okkur að hlakka til, því þegar vetrartíð er lokið kemur eitthvað sem við hér í rassgati kjósum að kalla sumar. Við köllum það einungis sumar vegna þess að það spannar mánuðina júní, júlí og ágúst. Veðrið er mjög svipað og yfir vetrarmánuðina, nema að trén laufgast, grasið grær og fáeinir villuráfandi fuglar frjósa í hel. Þrátt fyrir að það sé ekki verandi hér vegna ansdtyggilegs veður erum við í fjórða sæti yfir hamingjusömustu þjóðir heims.
Ég var ekki spurður í þeirri könnum, svo mikið er víst. Ég sem hélt ég væri miðdepill alls sem skipti máli.

One thought on “Það er komin vetrartíð”

  1. moske ísland væri í frysta sæti ef þú værir hamingjusamari. annars verður sumar hér fram í desember og haust farm í febrúar þá snjóar einn dag áður en vorð byrjar svo er sumarið komið aftur í mars. þannig þér er velkomið að koma hvenær sem þú villt, sérstaklega ef þú villt uppá eigin spítur koma íslandi í efsta hamingju sætið.

Comments are closed.