Pizza Hut er matsölustaður djöfulsins

Ég fór með dóttur minni á Pizza Hut á sunnudaginn. Vegna þess að ég er í eilífu aðhaldi pantaði ég mér Ceasar kjúklingasalat. Ég hugsaði með sjálfum mér “prótein” og “salat” og fékk út ásættanlega útkomu. Dóttir mín sem er betur að sér í Pizza Hut fræðum pantaði sér pizzu. Ceasar salatið mitt var viðbjóður og tel ég mig ekki vera ósanngjarnan þegar ég segi að mig hreint og beint langaði til að kasta því umsvifalaust upp. Af virðingu við dóttur mína hélt ég salatinu niðri, en hafði orð á því að það væri viðurstyggð. Hún sagði mér að ég væri fífl að panta ekki pizzu á pizzastað. Jæja, hún sagði nú kannski ekki að ég væri fífl, en hún hafði orð á því að best væri að kaupa pizzu á Pizza Hut.
En eins einkennilegt og það nú hljómar, hélt ég áfram að gleypa salatið. Því meira sem ég át af því, þeim mun meira varð mér bumbult. En ég gat ekki hætt. Ég hreinsaði diskinn minn, eins ég hefði verið að læsa tönnunum mínum í eitthvað það almesta lostæti sem ég hef á ævinni minni smakkað. Ég lét ekki þar við sitja, held tók til við að éta pizzuenda af disk dóttur minnar. Það var rétt eins ég væri andsetinn. Allt þetta vibbilaði settist á mjöðm mér og læri.

Þetta gerir það að verkum að ég ætla ekki út úr húsi næstu daga.

5 thoughts on “Pizza Hut er matsölustaður djöfulsins”

 1. Dinner seasonið er byrjað, gleymdu lærunum og helltu þér út í viðbjóðinn.
  K

 2. Uhm mikið er gott að dinner seasonið er byrjað hjá Kristínu. Mikið hlakkar mig til.

 3. Enn sem áður gerðiru aftur daginn minn Siggi minn (Með því að ég læsi það sem stóð hérna)…En það er samt eitthvað ferlega spúkí við þennan stað, það eru meira að seigja einhver álög yfir honum sem lætur fóki líða eins og það vilji vinna þar (Speaking from bad experiance)..!
  Mikið máttu samt vera þakklátur með að eiga ekki við sama vandamál að stríða og pilturinn á myndinni…Það má vel vera að hann sé áhyggjulaus núna, en það á eftir að breytast….Þú getur alla vega látið þér líða vel með það…
  Until then…..Megiru eiga væmna og grátbroslega daga framundan!
  Fía litla

Comments are closed.