sofi sofi

Þá er liðið hálft ár síðan ég kastaði sjónvarpstækinu mínu á dyr. Í tilefni af því ætla ég að verðlauna mig og eyða öllu sparifénu mínu í 42″ plasma sjónvarp með 8 cyl turbo V vél. Nú verður sko gaman. Þetta gerir það sjálfkrafa að verkum að ég fer ekki út úr húsi næstu daga, jafnvel vikur. Nei, ég kaupi ekkert sjónvarp. Ég hvorki hef áhuga á því, né tel ég að það sé til hagsbóta fyrir heimili mitt. Það er þó ekki svo að ég horfi ekki á einstaka ruslþátt í tölvunni minni. Ég var tildæmis rétt í þessu að horfa á sorpþáttinn Rock Star Supernova. Lágkúrulegt drasl. Ég verð þó að viðurkenna þó svo ég sé endalaust að setja sjálfan mig á stall, að ég finn fyrir einhverju einkennilegu stolti sem ég kann enga skýringu, yfir velgengni hans Magna okkar.

Ég horfi á fréttatíma sjónvarps, ekki NFS. Þar fyrir utan horfi ég á eina og eina biómynd. Ég þarf þó að hafa sterkan grun um að myndin sé góð og að hún höfði sérstaklega til mín. Ég er á þeirri skoðun að of mikið sjónvarpsgláp sé mannskepnunni einfaldlega ekki holl. Ég hef fundið fyrir því að þar sem sjónvörp eru í gangi er töluverð hætta á að ég missi mig ósjálfkrafa inn í dagskránna, án þess að hafa svo mikið sem snefil af áhuga fyrir henni.
Er ég hamingjusamari eftir að ég hætti að hafa sjónvarp á heimilinu? Nei, ekki get ég nú sagt það. Mér gefst bara meiri tími einn með sjálfum mér. Tími til að hugsa einhverja vitleysu. Eins hver sé tilgangurinn með þessu jarðlífi og annan eins ómerking. Ég les reyndar í bókum, mér til mikillar skemmtunar. Stundum hlusta á ég á tónlist. Ég læt mig dreyma. Ég sef.

One thought on “sofi sofi”

  1. Siggi minn, gaman að lesa bloggið þitt (var að ramba inná það) og gott að vita að þú sért hamingjusamur. Hver þarf sjónvarp til að vera hamingjusamur þegar hamingja kemur innan frá.

Comments are closed.