Sá hefur ekki lifað né elskað, sem ekki hefur haft kynni af listamanninum Leonard Cohen.
Sökum þess hversu mikið mér leiddist fyrr í kvöld, skrapp ég í bíóhús með 5 mínútna fyrirvara. Ég sat þar einn við hliðina á fínni frú sem ég passaði mig á að horfa ekki framan í. Ég hélt kannski að ef ég myndi horfa framan í hana, þá myndi hún myrða mig með augunum.
Núna stendur yfir kvikmyndahátíð í Reykjavík og eru þar nokkrar myndir sem ég hef áhuga á, þar á meðal þessi sem ég sá í kvöld sem heitir Leonard Cohen: I’m Your Man. Ég hef lengi verið aðdáandi Leonard Cohen, eða frá því ég var u.þ.b 15 ára. Um það leiti sem ég uppgögvaði hann, kom hann hingað til landsins og hélt tónleika sem ég því miður varð af.
Ég eins og svo margir aðrir, varð fyrir miklum áhrifum frá honum. Ég lét mig dreyma um að flytja til Montreal, búa í iðnaðarhúsnæði, með blikkandi neonskilti fyrir utan gluggann hjá mér. Drekka rauðvín dægrin löng og skrifa bókmenntir. Draumur minn var allur í svarthvítu.
Leonard Cohen er frá mínum bæjardyrum einn af þessum mönnum sem virðist lífinu mikilfenglegri. Hann er það að sjálfsögðu ekki. Hann hefur þó verið tekinn í einhverja óskilgreinda gúrúatölu, ekki bara sem tónlistarmaður heldur líka sem manneskja. Ég sé alls ekki eftir að hafa farið á þessa mynd, en ég hefði kosið að sá sem gerði myndina hefði vandað sig aðeins betur og verið kannski aðeins frumlegri í klippingu og eftirvinnu. Einnig þoldi ég illa að sjá í endann á henni að róninn hann Mel Gibson var einn af framleiðundunum. Mel Gibson er einn af þeim mest óþolandi mönnum sem til er í sjóbissnessnum.
3 thoughts on “Cohen gadol”
Comments are closed.
L.C. er snillingur. Ég á þó alltaf erfitt með að hugsa ekki um Skytturnar hans Friðriks Þórs þegar ég heyri lagið Susanne.
Það er skelfilegt!
“A simple pray I utter, whispering for blessings to fall upon you in hopes that your soul shall find the peace it seeks for there are no unspeakable truths, no unbelievable dreams, no incurable ills, no unwinnable wars, no unbeatable odds, no locking the doors of your heart, there is just life.” –Ellen Flickner