Ég ætlaði leið sem liggur niður í bæ til að sýna mig og sjá aðra, þegar ég kom auga á eina þá alstærstu bólu sem ég hefur prýtt andlit mitt á þessu annars ágæta ári. Þetta hryggir mig ótæpilega því ég var búinn að hlakka mikið til að sitja í góðum félagsskap, hlæja, gráta og upplifa hvað það er að vera hluti af. En svona er lífið. Siðfræðilega er mér alveg fyrirmunað að vera áhyggjulaus umkringdur fólki sem á í erfiðleikum með að horfa framan í mig, sökum þess hversu illa er fyrir mér komið. Ég vildi óska þess að aðrir hugsuðu eins og ég, og héldu sig heima þegar svona er fyrir þeim statt.
En ég þarf ekki að grenja og barma mér. Því hér fyrir utan gluggann minn er mættur á svæðið harmonikkuspilari. Hann er ekkert lítið hress. Ég hugsa að hann haldi þetta út alveg til klukkan 3 í nótt, þegar lýðurinn er orðinn óalandi og óferjandi sökum drykkju og vímuefnaneyslu. Um síðustu helgi sá ég alveg sérstaklega ófríða pissfulla konu, sem ætlaði í sleik við harmonikkuspilarann, með eða án hans samþykkis. Hann náði með herkjum að stugga henni í burt, við mikinn ófögnuð konunnar. Hún ekkert nema undrunin yfir að hann ullaði ekki umsvifalaust upp í hana.
Ég reyndar fylgdist nokkuð náið með lýðnum fyrir utan gluggan um síðustu helgi. Ég veit eiginlega ekki hvers vegna. Stundum þegar ég er ekki alveg jafn hamingjusamur og ég á að mér að vera, verð ég alveg sérstaklega sorgmæddur að sjá ofurölvi fólk rangla hér fyrir utan gluggann hjá mér langt fram á morgun.
Þetta er skrítið líf.
Comments are closed.