Nú verður gaman….

Það eru nokkrar mínútur í miðnætti á föstudagskveldi. Ég er nýbúinn að vaska sjálfan mig upp, plokka augabrýrnar, setja á mig vellyktandi, tannbursta og gera mig eins fallegan og ég get mögulega áorkað, án þess að nota bolabrögð.
Og hvað stendur til kann einhver að spyrja sig. Á að skella sér á veiðilendurnar. Liggur leið mín á Nasa, Prikið eða kannski Vegamót.
Nei, ekki er nú svo. Eftir að vera búinn að snurfusa mig og hafa mig rækilega til, hef ég í hyggju að leggjast í uppábúið rúm mitt með skál fulla af rúsínum og fræum og horfa á heimildarmynd um Íraksstríðið.
Á einhverjum tímapunkti í mínu lífi hefðu mér fundist lifnaðarhættir mínir afskaplega óspennandi, ef ekki gersamlega niðurdrepandi.
Ég hinsvegar verð að viðurkenna að ég er nokkuð sáttur.

6 thoughts on “Nú verður gaman….”

 1. Hæ. Datt ofan á þig á annars bloggi! Frábært! Þetta þekki ég mjög vel og samhæfi hundrað prósent. Vissi ekki að karlar gerðu svona og þú hefur fleygt mér inn í nýjar víddir í afstöðu til þeirra. Bara varð að segja þér þetta.Takk.
  Valdís

 2. Hvern heldurðu að ég hafi ekki rekist á í dag þegar ég skundaði inn í Eymundsson í Austurstræti, annan en harmonikkuleikarann. Aldeilis hress á nikkunni.

 3. Já, hann er einmitt í þessum skrifuðum orðum að spila Fugladansinn í þrítugasta skiptið þessa nóttina.

 4. kannski er komið að því að beita þessum áðurnefndu bolabrögðum….

 5. ..þetta hljómar spennandi,
  svona eitthvað sem ég myndi gera sjálf,
  nema plokka,
  fæ karlinn til þess,
  ef í óefni er komið 🙂

  Ég segi það aftur,
  þú ert krúttmoli.

 6. Þakka, rustakusa.
  Heppileg tímasetning. Ég var farinn að halda að ég væri ömurlegur. Ég veit ekki hvaðan þessar hugmyndir mínar koma.

Comments are closed.