Lífsins lystisemdar

Stundum kemur mér til hugar að ég væri hamingjusamari ef ég léti aðeins meira eftir mér en ég geri. Ég hef þess vegna slakað aðeins á í matarstraffinu sem ég set sjálfan mig reglulega í. Í síðustu viku sló ég til og át eina mozart kúlu. Ég át þessa kúlu í virðingarskyni við þann sem bauð mér hana. Sá er bauð mér þessa kúlu var einn af betri borgurum þessa samfélags og þar sem ég er nokkuð vel upp alinn fyrir sunnan og norðan skítalæk þáði ég hana með þökkum. Ég hefði betur verið ókurteis og afþakkað hana, eða þá hrækt henni út úr mér áður en mér varð það á að kyngja. Snjóboltaáhrifin margumtöluðu eiga vel við því kúlan sú atarna hefur undið all hressilega upp á sig. Ég hef síðan þá, landað ís með dýfu, cappucino ís, kartöfluflögum með majonesi, daim karamellum, belgísku súkkulaði ásamt fleira júmmilaði sem hefur sest rakleiðis á rass mér og læri. Þeir sem til þekkja vita það eins vel og ég að þetta endar með geðveiki og dauða.

Þessa stundina er ég einmitt að gæla við það að fá mér kaffi. Ég verð að segja að ég finn ekki fyrir því að ég sé neitt minna taugaveiklaðri þó svo ég hafi neitað mér um kaffi í tvær vikur. Nei, heldur þvert á móti hef ég það á tilfinningunni að ég sé maður á ystu nöf, með alltof stuttan sprengiþráð. Ég er viðkvæmur, önugur og minnst 25% óhamingjusamari fyrir vikið.
Nei, nú er nóg komið. Á morgun fæ ég mér stóran kaffi latte á Brundslunni.

8 thoughts on “Lífsins lystisemdar”

  1. Hellvíti er þetta álitlegur matarkúr sem þú ert byrjaður á og kaffið getur ekki verið annað, undir neinum kringumstæðum, en ómissandi. En ekki er kaffi fitandi er það?

  2. Ohhh hvað það væri nú gaman ef ég myndi hitta þig með unaðslegan kaffibolla á brennslunni. HVERSU SKEMMTILEGT VÆRI ÞAÐ?!!

  3. Hefur þú einhverntíma heyrt um hinn Gullna Meðalveg? Eða heldurðu að það sé kannski gata á Akureyri rétt við Listigarðinn… Lystigarðinn? Meinlætamenn þola sjaldan sjálfa sig. Þeir eru alltaf í einhverju rugli. Berjandi sig með svipum og svona eða með eitthvað glaseygt költ í kringum sig. Best að vera ekki að æsa sig of mikið yfir þessu stússi.

  4. Þar með er ég farin að bíða spennt eftir júmmilaði boðinu sem þurfti að fresta vegna viðskipta á mánudaginn….mmmmmmm

  5. Ég verð nú að játa að Brundslan hljómar helvíti vel… Svona einsog Litháískt Hóruhús úti í skógi.

Comments are closed.