No one ever ever knows anyone

Síðan ég byrjaði að skrifa veflóka, hef ég stundum velt því fyrir mér hvort eitthvað af því sem ég skrifa um, komi til með að hafa á einhvern hátt eyðileggjandi áhrif á líf mitt í ókominni framtíð. Ég hef svo sem ekki mikið brotið heilann um þetta, en það verður þó að viðurkennast að ég hef í nokkrum tilfellum hugsað þetta af einhverri alvöru.

Ég tel þó að ekki sé hægt að draga mig í dilka fyrir orð mín hér á þessum vef. Ég hef þó notað óviðeigandi orð eins og drullukunta, sem er fallegt og jafnframt rammíslenskt orð. Til gamans má geta að sé leitarorðinu “drullukunta” slegið inn í leitarvélina hressu og uppátækjasömu google, er síðan mín meðal fyrstu niðurstaðna. Ég get ekki sagt að ég sé mjög hróðugur yfir þessari skemmtilegu “tilviljun”. En einhverstaðar verð ég að slá í gegn.

Einnig skrifa ég veflóka nánast undir fullu nafni með myndum svo hægt sé að bera kennsl á ófögnuðinn. Á þeim tíma sem ég hugðist giftast amerískum lögfræðingi og flytjast búferlum til Brjálæðaríkjanna, hafði ég einhverjar áhyggjur af því að útlendingaeftirlitið í Brjálæðaríkjunum næði að lesa það út úr síðunni minn að ég er mjög svo andvígur stjórn landsins, og þess vegna neitað mér um landvistarleyfi. Enn og aftur um daginn fór ég hugsa eitthvað í þessa veruna. Núna er mér hinsvegar sama. Þó svo að ég noti dónaleg orð í skrifum mínum, þýðir það hvorki eitt né neitt.

“No one ever ever knows anyone.” – Rules Of Attraction

4 thoughts on “No one ever ever knows anyone”

  1. Ég skil þessar vangaveltur þínar mjög vel hr. S. Ég hef einmitt velt þessu sama fyrir mér. Um daginn var ég að spjalla við vinufélaga um þetta og hann sagði mér að ég ætti að hætta hið snarasta því þetta gæti einmitt komið sér illa til að mynda ef ég myndi fara í forsetaframboð. Þar sem metnaður minn liggur á öðrum sviðum þá ákvað ég að hafa ekki af þessu miklar áhyggjur. Svo hef ég líka tekið þá ákvörðun að ef ég skrifa eitthvað óheppilegt sem gæti komið sér illa að neita fyrir það. Er í raun hægt að sanna að þú hafir kallað einhvern drullukuntu á þessum vef? Það er ekki eins og þú sér eini Siggsiggibangbang, eða hvað? Þar sem ég hef átt margar ánægju stundir við að lesa um drullukuntur og annað álíka vona ég svo sannarlega að þú hættir ekki að skrifa veflóka.

  2. Persónulega tel ég öll þessi dulnefni sem veraldarvefurinn hefur skapað óttarlega kjánaleg, sérstaklega í ljósi þess að fáir geta virkilega falið sig þar sem fátt verður ekki rakið til heima húsa með IP tölum og slíku. Þú og ég ruggum oft sama báti, háttvirtur Sigurður, og óneitanlega athuga ég orð mín í skrifum, meðal annars með það í huga að ég hygg á umsókn um ríkisborgararétt í umræddu landi. Varðandi frelsi þá er það svipað og með herlaust land, ef við búum við þær aðstæður að verða sviptir frelsi af völdum einkurrar óþjóðar sökum varnarliðsleysis, þá má þessi ömurlegi heimur enda sem fyrst með pompi og prakt. Hinsvegar tel ég Grílu löngu dauða í þessu máli og einnig varðandi hver fær að heiðra Bandaríkin með nærveru sinni. Í þínu tilfelli Hr. S þá sé ekki að nokkur þjóð fari að loka dyrum á spámann sinn, slíkt væri argasta firra.

  3. “Þó svo að ég noti dónaleg orð í skrifum mínum, þýðir það hvorki eitt né neitt. ”

    Þessu er ég 100% sammála. Mér þykir það þunglyndisleg heimssýn að menn ákvarði strauma og stefnur og þannig sé hið bezta málefni sjálfkrafa dauðadæmt einungis af því að það vantar einhvern fínan kall (nú, eða kellingu) til að votta fíneríið.

    Ég vil heldur gera eins og hinir í leynifélaginu og taka málefni og markmið ofar mínum eigin hag; skoða málefnin frekar en fólkið sem segir það. Að sama skapi óska ég þess að fólk dæmi nú ekki hin mörgu góðu málefni sem mér finnast svo skemmtileg bara af því að ég er fáviti.

Comments are closed.