Það kemur fólki regulega á óvart en ég hef í gegnum lífshlaup mitt orðið uppvís af hroka og öðrum persónulegum vanköntum. Eftir grát gnístandi tanna í samtökum iðnaðarins, sem og úti í hinum harða heimi viðskipta hef ég gersamlega látið af hroka. Ég er ekki bara orðinn hrokalaus heldur er ég að komast á þá skoðun að hrokafullt fólk sé án undantekninga illa gefið eða þá fokking fávitar. Annaðhvort ef ekki bæði. Mér er svo ómótt yfir hrokanum í sumu fólki að ég hef látið sannfærast um að fólk af þessu tagi eigi einfaldlega ekki skilið að lifa meðal góðborgara á borð við undirritaðan.
Ég sit reyndar stundum með fólki sem hefur það álit á sjálfum sér að allir eða í það minnsta flestir séu vanvitar í samanburði við það. Þegar ég heyri fólk tala á þessum nótum, þá vaknar óhjákvæmilega sú spurning í huga mér hvað þessir vanvitar eigi að gera í ljósi þess að þeir eru þessum sjálfskipuðu snillingum ekki samboðnir. Þeim er kannski bara greiði gerður með að lóga þeim.
Það vekur upp í mér skelfingu að ég stundaði þetta á árum áður. Það kemur meira segja fyrir enn þann daginn í dag að ég stytti mér stundir með því að tala um það hver sé fáviti og hver ekki. Mér er hinsvegar fyrirmunað að skilja hvaðan þessar hugmyndir mínar eru ættaðar. Eru þær ekki uppspretta minnar eigin minnimáttarkenndar. Kannski er ég bara svo hugmyndasnauður að mér dettur bara ekki neitt merkilegra í hug en að tala um þá sem ég af einhverjum óskiljanlegum ástæðum tel vera fávita. Því meira sem ég hugsa um það því sannfærðari verð ég að það er ekki hægt að þrífast í þessum heimi, með þessi viðhorf.
Ég hef þessvegna á því hug að losa mig við þessa viðurstyggð. Það kann að hljóma einkennilega en því meira sem ég heyri af áfellisdómum um fólk í kringum mig, þeim mun meira langar mig til að vera laus við dómhörku og hroka. Sumum kann að þykja ég vera orðinn meir með aldrinum. Mér er skítsama hvort ég sé meir eða hversu mikið kúl ég missi í brækurnar. Til helvítis með allt kúl og allar þær vítisvélar sem notaðar eru til að blása egóblöðruna upp þangað til ekkert annað rúmast í lítilli og aumri tilveru einnar manneskju.
Vel orðað Shalom.
Ég hef komist að því að bæði andlegur og ”venjulegur”hroki er smitandi en það þýðir samt ekki að við séum eins og blöðrur í stormi innan um hrokafullt fólk.
Einhverntíman verður maður að hætta að skilgreina og taka ábyrgð…
Mér líkar við bloggið þitt
Kjaaaaaftæði. Þú ert nú bara að fokking rífa kjaft til að þykjast vera meiri en aðrit. Puhh.
Mér líður nú bara prýðilega í yfirlætishroka mínum og viðbjóði verð ég að segja!
En eins og ég þekkti þig hérna einhverntíman…Þá vissi maður ekki hvort þú værir í hæðni eða alvöru…Og kanski ekki enn.
mér finnst í fullri auðmýkt votta fyrir hroka hja þer sigurður í garð hrokafulls fólks í þessum pistli þínum svona hrokalaust, og finn fyrir mikilli dómhörku hjá þer i eigin garð ef ekki umburðarleisis gangvart sjalfum þér og þínuð mannlegum eðlishvötum án þess að ég sé að dæma neitt um það………….
Þurfum við ekki öll að læra að elska okkur sjalf, kafa inni okkar innra sjalf og finna barnið i sjalfum okkur kanski gráta smá og sætta okkur við okkur sem manneskjur með kosti og galla og læra að virða elska og njóta þess sem dualisma trúarbrögðin kalla galla eða dauðasyndir þvi allt er þetta leið yin og yangs að jafnvægi og innra friði… gleði og sorg hroki og auðmykt balance jafvægi…
P.s. Það eru fullt af fifflun þarna uti jafnvel jesu var með skoðanir og hroka a ahveðna einstaklinga þar með brytur það ekki gegn lögmálum alheimsins þar sem hann var Guð.
(Þer nöðrukyn (tilvitnjun))
eins og sagt var i sunndagaskolanum BE CHRIST LIKE!!!
kær kveðja þin frænka fröken Jósafína
Mikið svakalega er ég nú kátur að lesa skrif þín Sigurður því ég sjálfur (sko, ég, skilurðu) átt í sömu vandræðum heldur hef ég líka gengið skrefinu lengra! Nú lifi ég algjörlega vankanta og ambögulausu lífi án nokkra vandamál. Ég hef komið upp svo glimrandi og vandamálalausu líf að Paul og Jan Crouch hafa ákveðið að taka mig og mitt líf sér til eftirbreytni.
Ekki slæmur heiður það!
Siggi. Þú ert greindur maður og einstaklega góður penni..
Þú ert líka ógeðslega töff og þegar maður er svona töff eins og þú þá verður erfitt að finna fleiri sem eru jafntöff. Þessvegna er alveg eins gott að hugsa bara; oj hvað þessi er lítið töff og hvað mig langar lítið til að tala við hann af því ég er meira töff. Manni má alveg finnast maður meira töff en aðrir. Sérstaklega ef maður fokking er það! Þá geta þessir lúðar sem gera ekkert töff, hugsa ekkert töff, prófa ekkert töff, segja ekkert töff og eru bara hreinlega alls ekki töff… já… þá geta þeir bara verið með þeim sem eru töff á þeirra standard og hugsanlega bara étið það sem úti fokking frýs. Fokkitt… og farðu svo að borða fleiri karamellur og haltu áfram að níðast á þeim sem þér finnast ekki töff. Það er bara skemmtilegt. Hitt er væmið og leiðinlegt.