Nú verður refsað

Ég hef skrifað fáeina pistla hér á vefsetri mínu um andstyggilega og gersamlega óþolandi nágranna mína. Það gleður mig í hjarta mínu að vera kominn með upp í hendurnar tól til að tækla þetta fólk. Í fyrradag barst mér nefnilega sending alla leið frá Nýju Jórvík í U and S of the A. Já, það stemmir. Klarinettinn sem ég pantaði mér á ebay er kominn í heim í hlað. Nú verður refsað. Ég hef ekki tölu á því hversu oft ég hef verið vakinn upp á nóttinni með allskonar skrílslátum. Rifrildi, barnsgrátur, fólk að skrönglast og allskonar búkhljóð sem ég tel ekki við hæfi að tíunda hér á siðprúðum vef mínum. En nú er komið að skuldadögum hér á laugaveginum. Það er ekki elsku mamma eitt né neitt. Ég hef safnað töluvert af gremju í sarpinn, sem ég hyggst blása í klarinettinn minn fína. Ég hugsa að ég verði orðinn fær í að halda tónleika eftir nokkra mánuði. En fram að því verð ég að æfa mig með tilheyrandi óhljóðum.
Til að sannreyna vopnið, fékk ég fröken Sigríði í heimsókn til mín. Eftir að hafa nostrað við hana, reif ég fyrirvaralaust upp klarinettinn og hóf að spila fyrir hana Óð til gleðinnar eftir Beethoven. Eftir að hafa spilað það þrisvar sinnum fyrir þessa landsfrægu gleðikonu, ætlaði hún að hjóla í mig og berja mig. Ég var hvergi banginn og henti henni út. Maður býður ekki syndinni í kaffi.
Einnig er ég búinn að læra að spila “Twinkle, twinkle little star” eða “Leiftraðu, leiftraðu litla stjarna” eins og það heitir á svellköldu móðurmálinu. Þetta er skemmtilegt lag sem léttir mína lund.

Já, nú verður gaman.

8 thoughts on “Nú verður refsað”

  1. hmmm ég sem hélt að þú værir orðinn svo andlegur að gremja væri ekki til í orðaforða þínum einu sinni hvað þá innra með þér ….. en svona getur manni skjátlast…. ég get vart beðið eftir að heyra þig blása í þessa púkaflautu þína!

  2. Hjartanlega til hamingju með klarinettið.

    En athugaðu samt eitt fyrir mig. Er það kannski skorið úr lærlegg 25 ára blökkumanns sem spilaði jazz en dó úr heróínóverdós í NY árið 1939? Ef svo er þá eiga allir nágrannar þínir eftir að deyja einn af öðrum innan árs, hver með sínum undarlega hætti. Þú tekur sénsinn Siggi. Hver blés í þetta voodoo klarinett á undan þér? Hver seldi þér það á Ebay? Hvernig hljómar Óður til gleðinnar úr lærlegg Sammy Rimington? Pas PÁ…

  3. ps. ég HATA twinkle twinkle little star… sérstaklega í ógeðslega laginu þar sem Björgvin Halldórsson syngur þetta….

  4. YEAH! congratulazioni mio caro!! you look out of a picture of a NY concert night out, I have to say, you and the clarinet seems to be made for each other. Probably the beginners repertoire is not something to write in LP’s. Still I think it is really exchiting when the fingers get used to the pipe, and than the sound seem to have a life ot its own, yet connected to you. I had a friend that started with twinkle twinkle little star and than slowly but surely her passion too her to practice every night and eventually she made her living round the australian continent with her music… and that was not even a clarinet, but a tin whistle. So Yeah! yeah! lalaaaaaa

Comments are closed.