Ég fór í hljóðfæraverslun fyrr í dag með gleði og glaumkonunni henni fröken Sigríði. Mig vantaði blöð í nýja og fína klarinettinn minn. Ég bað mann á þrítugsaldri að aðstoða mig. Ég sagði honum að ég hefði nú marga fjöruna sopið og nú langaði mig til að læra á klarinett.
Hann horfði á mig og fyrirlitningin lak af honum. Ég bað hann vinsamlegast um að selja mér tvo kassa af klarinettblöðum og eina nótnabók með heitustu smellum fyrr og síðar.
Hann spurði mig hvort ég vildi nótnabók með bítlunum eða coldplay. Það var þá sem ég missti mig og hrækti framan í hann. Honum varð hverft við og spurði hvað í andskotanum gengi að mér, hvort ég væri eitthvað klikkaður. Ég sagði honum að hann hefði horft á mig með fyrirlitningu og hefði átt þessa slummu inni fyrir spjátrungslegt yfirlætið sem hann sýndi mér og fjölskyldu minni sem ætti um sárt að binda um heim allan.
“Fjölskylda, hvaða helvítis rugl er þetta” spurði hann meðan hann þurrkaði klaufalega hrákuna úr andliti sínu.
“Ég er að tala um bræður mínar og systur í samtökum iðnaðarins” hreytti ég í hann. Hann fölnaði umsvifalaust og rétti upp hendina eins og öðlingurinn ég hefði það eitt í hyggju að vinna honum tjón.
“Já, bræður mínir og systur hafa verið fótum troðin af dusilmönnum eins og þér, en nú er nóg komið” sagði ég og glotti illkvittnislega. Ég greip klarinett úr hillu og hóf að spila á hann “When the saints come marching in”. Áður en ég vissi af voru allir í búðinni dauðir úr leiðindum. Ég opnaði þá peningakassann og hirti allt úr honum. Tölti svo á svarta svaninn og keypti mér eggjasamloku, sem ég át með lostafullri áfergju.
6 thoughts on “Þeir sem minna mega sín”
Comments are closed.
úff, ég er orðin pínilítð hrædd við þig :-/ 🙂
ég er fyrrverandi klarinettleikari og hef spilað when the saints i lúðrasveit Björns R Einarssonar… þá var nu gaman 😉
ég get ekki beðið eftir því að komast að því hvað gerðist eftir eggjasamlokuna. Ég vona að framhaldið sé bara rétt handan við hornið
Þú ert nú meiri flipparinn Siggi. Skyrpa á mann í klarinettubúð. Obbbobbobb…
Ich spritze!
Ég er aldeilis bit, svona hegðar maður sér ekki í verslunum. Sérstaklega ekki í hljóðfæraverslunum.