Innocent When You Dream

Einu sinni endur fyrir löngu varð ég ástfanginn upp fyrir haus. Í þessu sjúka ástandi sendi ég viðfangsefni númer eitt segulbandsspólu með laginu ‘Innocent When You Dream’. Ég sagði í meðfylgandi bréfi(skrifað á pappír) lag þetta minna mig dýrindis ásjónu viðkomandi. Hafði þetta lag þó ekki undir neinum kringumstæðum haft nokkuð með mig og þessa manneskju að gera. Reyndar var tónlistarsmekkur minn á þessum tíma ættaður frá allt annari stúlku. Stúlku sem ég átti vingott við fyrir andskoti mörgum árum. Hún er húsfrú í dag með börn og jeppa.
Undanfarin mánuð hef ég hlustað töluvert á þetta lag, sem mér þykir enn þann daginn í dag afskaplega fallegt. Ég hef einnig náð að spila það á klarinettinn minn prýðilega við óumdeilanlegan fögnuð allra sem eiga hlut að máli.

Sönglagatextinn er eitthvað á þessa leið:

Það er fullkomlega leyfilegt að ímynda sér undirleik á klarinett, meðan rennt er í gegnum textann.


The bats are in the belfry
the dew is on the moor
where are the arms that held me
and pledged her love before
and pledged her love before

* * * * * * *

It’s such a sad old feeling
the fields are soft and green
it’s memories that I’m stealing
but you’re innocent when you dream
when you dream
you’re innocent when you dream

running through the graveyard
we laughed my friends and I
we swore we’d be together
until the day we died
until the day we died

* * * * * * *

I made a golden promise
that we would never part
I gave my love a locket
and then I broke her heart
and then I broke her heart

* * * * * * *

Árin liðu og til allrar guðs lukku rjátlaðist þessi geðveiki af mér. Nú er ég ísköld og jafnframt afskaplega þroskuð manneskja sem ekkert bítur á.

2 thoughts on “Innocent When You Dream”

  1. Þetta er fallegt.
    Ég hef líka átt í svona sambandi við rólegu lögin hans Waits. En svo þegar ég hlusta á heilu plöturnar með honum þá finn ég jafnvægi og tengingu í öllum lögum hans. Hann hefur það kanski framyfir marga aðra að hann er ekki hræddur við að vera heiðarlegur.

Comments are closed.