Dagur #2 USD 79,5600 79,9600.
Fyrir u.þ.b viku síðan var ég að tralla með breytu sem að reiknar út íslenskar krónur eftir gengi dollars og þá stóð hann í 73.03. Vissulega verður spennandi að sjá hvernig hann stendur sig á næstu dögum.
Upphaf þeirra þriðju gleður mig ósegjanlega, – og hlakka ég til að sjá börnum slátrað í beinni útsendingu.
Ímyndið ykkur það að ég sem íslenskur stuðningsaðili við árásarstríð, – get hér í þægilegheitum míns eigin heimilis sest niður með klementínur og léttsaltað poppkorn og skemmt mér konunglega yfir mannsdrápum einhversstaðar lengst fyrir rassgati miðjarðarhafs, þar sem að fólk skiptir yfir höfuð engu máli, því það á sér bara tilveru í fréttum.
En skemmtilegt til þess að hugsa að ég kann nokkrar setningar í kúrdísku, frá því að ég dvaldi í fjóra mánuði í kúrdísku úthverfi fyrir utan Jerúsalem.
‘Mak-ebet, gibb-et dhamm-hed’
Í lauslegri þýðingu: ‘Hvað viltu gera, viltu fara að sofa?’ Já, og ég þarf varla að tíunda það fyrir einum né neinum hversu vel þessi kúrdíski orðaforði hefur komið mér.
Jæja, viva la Bush – death to videodrome.
Bad day!