Það gerist að þrátt fyrir einlægan vilja mannskepnunnar til að vera hress og kát, að henni takist það engan veginn. Því hefur verið þannig farið hjá mér þá viku sem er brátt að renna sitt skeið á enda, að það virðist ekki skipta máli hversu margar Hemma Gunn möntrur ég hef kyrjað, mér hefur síður en svo tekist ætlunarverk mitt. Það kann að hljóma einkennilega að maður af mínu kaliberi, sem sagt hefur skilið við félagasamtökin, leitist við að ná sömu markmiðum og sett eru þar innan veggja.
En fari það í grábölvað. Ég vildi óska að ég gæti sungið og dansað dægrin löng.
Komdu og vertu með. Laugin er fín!