My Latest Novel

Þrátt fyrir að ég hafi ekki til að bera akademíska þekkingu á tónlist, ætla ég að leyfa mér að mæla með hljómsveit frá Skotlandinu prýðilega, sem ber nafnið My Latest Novel. Í sumum lögunum er skoskur hreimur nokkuð áberandi. Söngurinn er dásamlegur. Ég gersamlega elska bönd sem skipa bæði kyn. Samsöngur beggja kyna, getur verið svo fullnægjandi, ef hann er vel lukkaður. Og þó ekki sé um samsöng að ræða, þá er það mín skoðun að það sé mikil búbót fyrir hljómsveitir þegar meðlimir eru af báðum kynum.

Ein af mínum uppáhaldshljómsveitum heitir Cursive, þar innanborðs var fallegur sellóleikari sem heitir Susan Cohen, nú er hún hætt og ekki er laust við að mér finnst bandið missa töluvert niður af aðlaðandi aðdráttarafli. Svona kannski aðeins kaldari tilfinning. Tónlistin þeirra hefur þó ekkert dalað, þrátt fyrir að blessuð stúlkan segði skilið við sveitina.

Ég er þá ekki endilega að tala um bakraddir heldur heldur meira hljómsveitir sem hafa til að bera tvo til þrjá aðalsöngvara. Eins og The Arcade Fire. Þar er samsöngurinn alveg sérstaklega vel úr garði gjörður. Ég held ég hafi hreint og beint tárast af gleði þegar ég heyrði fyrst í þeirri grúppu.

4 thoughts on “My Latest Novel”

  1. Skil nú ekkert í þér að fjalla ekki sérstaklega um Pixies, sem er af öllum ólöstuðum besta blandaða sveitin……..

    Gaman að lesa bloggið hjá þér Siggi.
    Er ný búinn að taka upp á þessum ósiði að lesa bogg en hann leggst vel í mig.

  2. Umfjöllun um fjölda söngvara er ekki fullkomin nema fjallað sé um Sálina hans Jóns míns. Strákarnir eiga það til að syngja fjórraddað sem er nokkuð sem aðrir mættu leika eftir…

  3. Elsku besti Tryggvi minn. Að sjálfsögðu hafði ég Pixies í huga þegar ég skrifaði þennan veflók. Mér fannst að vísu engin þörf á að taka það fram. Mikið ógurlega skemmti ég mér þegar þeir komu hingað upp á klaka og héldu tónleika. Ég þessi dagfarsprúði maður, sem ég nú er, gersamlega missti mig og reif mig úr öllum fötunum og dansaði eins og það væri enginn morgundagur. Og þetta var eftir fall múrsins.

  4. Það er einmitt kvensöngvari í hljómsveitinni sem ég er í, en því miður enginn klarinettuleikari sem er frekar mikill mínus ….

Comments are closed.