Porgy and Bess

Undanfarnar vikur er ég búinn að vera að sálast úr ógeðslegum leiðindum. Af þessum sökum ætla ég að fljúga til hennar Ameríku í morgun. Þar sem smjör drýpur af hverju strái og allir eru hressir. Svo ég ætla að leyfa mér að segja við alla sem hafa haft eitthvað af mér að segja að hoppa upp í rassgatið á sér, því ég kem aldrei aftur. Ég hef eytt meira eða minna síðustu 36 árum ævi minnar í þennan klakadröngul og þetta orðið alveg ríflega prýðilegt. Ég er farinn til Hollywood með klarinettinn minn. Þar sem listamenn á borð við undirritaðan hópast saman til syngja og tralla í óendanlegri sköpunargleði. Hér er mönnum af mínu sauðahúsi haldið niður af íhaldsömum sveitalúðum.

Ég er líka búinn að fá alla upp á móti mér hér í húsinu. En fátt er svo með öllu illt að ei boði gott, því ég hef í kjölfarið master-að að spila ‘summertime’ eftir George Gershwin úr kvékmyndinni Porgy og Bess. Porgy og Bess er kvikmynd sem breytti mínu lífi. Áður en ég sá hana var ég soldið dapur, en eftir að hafa rennt í gegnum hana þá langaði mig til að deyja. En það er sungið og trallað í henni, ó guð já, sungið og trallað, sungið og trallað. En nú ætla ég að safna óvinum í Memphis, ég var nefnilega að uppgögva alveg glænýja hálfnótu og sú uppgögvun opnar fyrir heilt safn af gömlum ættjarðarlögum.

Rúnar, láttu renna í heitt bað fyrir mig, I’m coming home.