Súkkulaði og Ís

Eftir umtalsvert sukk á ferðalagi mínu til Kanaríeyja, hef ég ákveðið að setja sjálfan mig enn og aftur í súkkulaði og majonesbann.
Hvað þetta snertir, er mér óhætt að fullyrða að ég og hún Oprah mín erum eitt.

Ég er búinn að vera í aðhaldi frá því ég nánast man eftir mér. Aukakíló þóttu alls ekki fín á mínu heimili. Of feitt fólk var þriðja flokks og átti bara að halda sig til út á landsbyggðinni eða upp í Breiðholti.

Ég er mikill súkkulaðikall, hvernig sem það kann nú að hljóma. Ég á ekki í miklum vandræðum með að taka tollinn sem samanstendur af M&M og 1kg af svissnesku súkkulaði og maula hann á einni kvöldstund.

Einnig á ég það til að drekkja þeirri sorg sem fylgir því að vera ég, í jumbó umbúðum af rjómaís.
Ég fann einmitt á Kanaríeyjum í miðri sódómunni, ísbúð sem ég tók ástfóstri við. Ég var einn um neysluna til að byrja með, en áður en að ég vissi af var ég búinn að draga systur mína niður í svaðið með mér. Hún er einnig búinn að vera í aðhaldi síðan hún var barn.

Spurning hvaðan þessar hugmyndir koma?

Við sleiktum botn neyslu okkar einn blíðviðrisdaginn þegar við fórum tvisvar í þessa sömu ísbúð til að hesthúsa þriggja kúlu motherfucker ís.

En til allrar guðs lukku er þessari ferð lokið. Tollinum er ég búinn að koma að megninu til út til fólks sem ég hef óbeit á.
En í ískápnum liggur samt sem áður 1/2kg af svissnesku súkkilaði og hálfur poki af M&M. Hinn helminginn hökkuðum ég og systir mín í okkur á leið frá flugvellinum.

Ég er kominn í straff og snerti ekki á þessum gersemum. Því ég veit það endar með geðveiki og dauða. Eða þá í Afmyndaður Anonymous samtökunum. Ég átta mig reyndar ekki á því hvort er verra, geðveiki, dauði eða Afmyndaður Anonymous.

Hinir svokölluðu vinir mínir, reyndu að freista mín fyrsta daginn minn í aðhaldi, með afskaplega girnilegri súkkulaðiköku. Þeir eru óþverrar.
Já, óþverrar segi ég.

Vinur minn er byrjaður að spila á harmonikkuna sína. Mér er farið að þykja svolítið vænt um hann.

En jólin. Ég hata jólin.

6 thoughts on “Súkkulaði og Ís”

  1. ég veit, ég veit… svona svona vinur minn… ég skal sko bæta fyrir að vera að vinna á aðfangadagskvöld með einhverju móti…. á ég að koma með ís og súkkulaði…. ég meina grænt te og kex með hangikjötsbaunamajonessalati… ég meina… æ það er bara ekki hægt að gera þér til geðs… ég kem með óætan pakka.

    ást og kossar

  2. Taktu nammið með á morgun. Ég get alveg sogið eina MM kúlu þó að mér þyki fita á mannslíkama í rúmu magni vera argasti viðbjóður. Það finnst það eiginlega öllum.

  3. Mæjjonnes hefur haldið lífinu í þessari þjóð í milljónir ára! Þar er Gunnars Mæjjonnes fremst meðal jabb – ningja.

Comments are closed.