Gamlir veflókar

Það að skrifa veflóka er orðið tískufyrirbæri. Mér hefur til þessa verið lífssins ómögulegt að leggja stund á eitthvað sem þykir fínt og flott. Ekki vegna þess að ég legg allan mín metnað í að vera hallærislegur, heldur vegna þess að ég er þjakaður af afbrigðilegum kreddum.
Sumar af þessum kreddum eiga sér engan sérstakan uppruna, allavega ekki svo ég viti. Þá á ég við að ég hef ekki hugmynd um hvaðan þær koma, eða hver er ástæðan fyrir því að ég er haldinn þeim.

Hérna endur fyrir löngu, í lok árs 2002 hóf ég að skrifa veflóka. Pétur vinur minn hafði þá haldið úti blogsíðu í nokkra mánuði, sem ég hafði ósköp gaman af. Hann var því óumdeilanlega einn af frumkvöðlunum, ásamt katrin.is og Betu Rokk, sem þá var í sífellt á milli tannanna á fólki. Er hún ennþá að haga sér ósæmilega?

Þangað til í kvöld hefur blogsafn mitt aðeins náð aftur til ágúst 2003. Eftir örstutta leit fann ég hinsvegar færslur á webarchive sem ná allt til þess tíma sem ég skrifaði minn fyrsta veflók. Ég eyddi hartnær 3 klukkustundum að setja inn í rétta tímaröð allar þessar færslur. Frá mínum bæjardyrum séð, eru hér um talsverð verðmæti að ræða. Allavega fyrir mig og mína, sem kannski eiga eftir að lesa þessar færslur í ókominni framtíð.

Hér eru arkvívurnar sem upp á vantaði:

Nóvember 2002

Desember 2002

Febrúar 2003

Mars 2003

Maí 2003